Átta barna móðir með heilaæxli safnar fyrir aðgerð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 13:30 Fjölskylda Lisu skipa tíu manns. Þar á meðal þrjú sett af tvíburum. Elft hefur verið til söfnunar til styrktar átta barna móður sem glímir við miklar aukaverkanir heilaæxlis og á fyrir höndum heilaaðgerð á þriðjudag. Hún segist jákvæð en um leið kvíðin. Lisa Kepnar Eliasson greindist með æxli í litlaheila fyrir þremur árum eftir að hafa glímt við svæsin mígrenisköst lengi. Í júní var kenni gert kunnugt að æxlið, sem ekki hafði verið greint sem illkynja, væri að stækka óeðlilega hratt. Á þriðjudaginn fer Lisa í opna heilaaðgerð þar sem æxlið verður tekið og gengið úr skugga um hvort það sé illkynja. Í samtali við Vísi segist hún jákvæð en mjög kvíðin fyrir aðgerðinni. „Mér er illt í öllum líkamanum af kvíða. Ég reyni bara að vera jákvæð og það er búið að láta mig vita af öllu sem gæti gerst,“ segir Lisa. „En ég er mjög hrædd við þetta allt.“ Mikill kostnaður Lisa og Magnús eiginmaður hennar eiga saman átta börn á aldrinum fjögurra til átján ára, þar af þrjú sett af tvíburum. Fjölskyldan er búsett á Vopnafirði. Eins og gefur að skilja taka börnin ástandinu misvel, en á meðan hún undirbýr sig fyrir aðgerðina hefur þeim verið komið fyrir hjá ættingjum, sem að sögn Lisu reynist þeim erfitt. Lisa kann Magnúsi miklar þakkir fyrir stuðninginn. „Hann er huggunin mín,“ segir hún. Heilaaðgerðin, sem kom til með skömmum fyrirvara, er kostnaðarsöm. „Maðurinn minn getur tekið sér frí úr vinnu en hann fær það ekki launað,“ segir Lisa. Vinkona hennar hefur eflt til fjáröflunar til að létta undir kostnaðinn. Hægt er að styrkja söfnunina og nálgast bankaupplýsingar hennar á Gofundme. Heilbrigðismál Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Lisa Kepnar Eliasson greindist með æxli í litlaheila fyrir þremur árum eftir að hafa glímt við svæsin mígrenisköst lengi. Í júní var kenni gert kunnugt að æxlið, sem ekki hafði verið greint sem illkynja, væri að stækka óeðlilega hratt. Á þriðjudaginn fer Lisa í opna heilaaðgerð þar sem æxlið verður tekið og gengið úr skugga um hvort það sé illkynja. Í samtali við Vísi segist hún jákvæð en mjög kvíðin fyrir aðgerðinni. „Mér er illt í öllum líkamanum af kvíða. Ég reyni bara að vera jákvæð og það er búið að láta mig vita af öllu sem gæti gerst,“ segir Lisa. „En ég er mjög hrædd við þetta allt.“ Mikill kostnaður Lisa og Magnús eiginmaður hennar eiga saman átta börn á aldrinum fjögurra til átján ára, þar af þrjú sett af tvíburum. Fjölskyldan er búsett á Vopnafirði. Eins og gefur að skilja taka börnin ástandinu misvel, en á meðan hún undirbýr sig fyrir aðgerðina hefur þeim verið komið fyrir hjá ættingjum, sem að sögn Lisu reynist þeim erfitt. Lisa kann Magnúsi miklar þakkir fyrir stuðninginn. „Hann er huggunin mín,“ segir hún. Heilaaðgerðin, sem kom til með skömmum fyrirvara, er kostnaðarsöm. „Maðurinn minn getur tekið sér frí úr vinnu en hann fær það ekki launað,“ segir Lisa. Vinkona hennar hefur eflt til fjáröflunar til að létta undir kostnaðinn. Hægt er að styrkja söfnunina og nálgast bankaupplýsingar hennar á Gofundme.
Heilbrigðismál Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög