Innlent

Bein út­sending: Byggða­ráð­stefnan 2023 – Bú­setu­frelsi?

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Varmahlíð í Skagafirði.
Frá Varmahlíð í Skagafirði. Vísir/Vilhelm

Byggðaráðstefnan fer fram í Reykjanesbæ milli klukkan 9 og 16 í í dag. Á ráðstefnunni verður fjallað um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir.

Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í spilaranum að neðan. 

Í tilkynningu á vef Byggðastofnunar segir að tilgangur ráðstefnunnar sé að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. 

„Leitast er við að ná fram ólíkum sjónarhornum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á tiltekinn málaflokk hverju sinni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, flytur ávarp og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, verður með erindi.

Ráðstefnan á erindi við sveitarstjórnarfólk, fulltrúa atvinnulífs, stefnumótendur og alla sem starfa eða sinna rannsóknum á vettvangi byggðamála,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×