„Það er engin framtíð í þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2023 20:31 Þórólfur Ómar Óskarsson er ungur bóndi. Hann segir ekkert eftir til launagreiðslna þegar búið er að greiða af því sem greiða þarf af. arnar halldórsson Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna. Bændur lýstu yfir þungum áhyggjum af starfsumhverfi þeirra á baráttufundi sem fram fór í dag. Þeir segja stöðuna með þeim hætti að vegna vaxtaumhverfis og álagna geti þeir ekki greitt sér mannsæmandi laun. Sigríður Ólafsdóttir, ungur bóndi segir að laun bænda hafi hækkað um tíu til tólf prósent á síðustu fjórum árum á sama tíma og almenn launavísitala hafi hækkað um 35 prósent. „Það er bara ekki það góð afkoma í þessum greinum að bændur geti yfir höfuð greitt sér mannsæmandi laun út úr þessum greinum,“ segir Sigríður. Sigríður Ólafsdóttir segir launaþróun ekki góða innan greinarinnar.arnar halldórsson Sumir sem eru jafnvel við það að bugast og segja að þetta sé ekki hægt,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, bóndi og formaður Sambands ungra bænda. Núverandi vaxtastig er gjörsamlega búið að stökkbreyta þeim afborgunum lána að það er ekkert eftir til launagreiðslna, segir Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi. Hann segir að stjórnvöld verði að bregðast við svo flótti verði ekki úr greininni. „Ég er búin að ákveða að hætta ef ekkert verður gert en ég ætla ekkert að fara í þrot. Þá erum við bara að tala um samdrátt í einhver ár og svo hættir maður, það er engin framtíð í þessu.“ Hvernig líður þér með það? „Mig langar það ekki,“ segir Þórólfur. „Fólk er að gefast upp í einhverjum mæli, það bara gerist þegar fólk vinnur myrkranna á milli og vanrækir sjálft sig og alla sína nánustu, þá er það bara það sem gerist. Þetta er ekki flókið,“ segir Steinþór. Steinþór Logi er formaður Sambands ungra bænda.arnar halldórsson Hugsa þurfi fjármögnun upp á nýtt og stoppa götin þar sem fjármagn flæðir úr greininni. Bjóða þurfi bændum upp á annars konar lánaumhverfi en er í dag. „Það myndi hjálpa verulega til að byggja undir landbúnað því í dag er ekki mögulegt að hefja landbúnað. Er nýliðun þá ómöguleg? „Algjörlega, algjörlega.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg Sjá meira
Bændur lýstu yfir þungum áhyggjum af starfsumhverfi þeirra á baráttufundi sem fram fór í dag. Þeir segja stöðuna með þeim hætti að vegna vaxtaumhverfis og álagna geti þeir ekki greitt sér mannsæmandi laun. Sigríður Ólafsdóttir, ungur bóndi segir að laun bænda hafi hækkað um tíu til tólf prósent á síðustu fjórum árum á sama tíma og almenn launavísitala hafi hækkað um 35 prósent. „Það er bara ekki það góð afkoma í þessum greinum að bændur geti yfir höfuð greitt sér mannsæmandi laun út úr þessum greinum,“ segir Sigríður. Sigríður Ólafsdóttir segir launaþróun ekki góða innan greinarinnar.arnar halldórsson Sumir sem eru jafnvel við það að bugast og segja að þetta sé ekki hægt,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, bóndi og formaður Sambands ungra bænda. Núverandi vaxtastig er gjörsamlega búið að stökkbreyta þeim afborgunum lána að það er ekkert eftir til launagreiðslna, segir Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi. Hann segir að stjórnvöld verði að bregðast við svo flótti verði ekki úr greininni. „Ég er búin að ákveða að hætta ef ekkert verður gert en ég ætla ekkert að fara í þrot. Þá erum við bara að tala um samdrátt í einhver ár og svo hættir maður, það er engin framtíð í þessu.“ Hvernig líður þér með það? „Mig langar það ekki,“ segir Þórólfur. „Fólk er að gefast upp í einhverjum mæli, það bara gerist þegar fólk vinnur myrkranna á milli og vanrækir sjálft sig og alla sína nánustu, þá er það bara það sem gerist. Þetta er ekki flókið,“ segir Steinþór. Steinþór Logi er formaður Sambands ungra bænda.arnar halldórsson Hugsa þurfi fjármögnun upp á nýtt og stoppa götin þar sem fjármagn flæðir úr greininni. Bjóða þurfi bændum upp á annars konar lánaumhverfi en er í dag. „Það myndi hjálpa verulega til að byggja undir landbúnað því í dag er ekki mögulegt að hefja landbúnað. Er nýliðun þá ómöguleg? „Algjörlega, algjörlega.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg Sjá meira