Nýfarinn að þora út í fullum skrúða heima á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2023 11:21 Siggi Ragnars stendur hér í fullum skrúða fyrir framan rútuna sína. Vísir/einar Sigurður Ragnarsson, Siggi Ragnars, er einn litríkasti rútubílstjóri landsins - í orðsins fyllstu merkingu. Hann mætir til vinnu í jakkafötum í öllum regnbogans litum á hverjum degi. Við hittum Sigga í Íslandi í dag í gær og fórum með honum á rúntinn. Siggi ekur skólabíl og sinnir einnig almennum hópferðaakstri. Einkennisklæðnaður hans í akstrinum var fyrst um sinn flísvesti. Hann skipti svo yfir í leðurvesti, á sand af leðurvestum eins og hann segir sjálfur, og loks sneri hann sér alfarið að litríkum jökkum og jakkafötum. Hann mætir aldrei í „venjulegum“ fötum í vinnuna lengur - og er raunar nýbyrjaður að skarta líka fullum skrúða úti meðal fólks í heimabænum, Selfossi. „Ég fór út í gær og náði mér í sushi. Áttaði mig á því að mig vantar kaffi og fer enn innar í búðina. Og það var bara annar hver maður sem sagði: Vá, rosalega ertu flottur, maður! Þarna var ég innan um allt þetta fólk. Fólk heillast af þessu. Og eins og núna, þegar eldri borgararnir eru komnir í pottinn, þá er mikið skrafað um mig,“ segir Siggi. „Stundum skil ég ekki sjálfan mig. Ég er feiminn að eðlisfari, var rosalega feiminn sem strákur. En svo í dag, ég hlýt bara að vera með athyglissýki! Ég er svo sjúkur í að láta taka eftir mér, það er nýtt hjá mér. En það er kannski bara út af því hvað ég fæ mikil viðbrögð.“ Brot úr viðtalinu við Sigga má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Ísland í dag Tíska og hönnun Árborg Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Siggi ekur skólabíl og sinnir einnig almennum hópferðaakstri. Einkennisklæðnaður hans í akstrinum var fyrst um sinn flísvesti. Hann skipti svo yfir í leðurvesti, á sand af leðurvestum eins og hann segir sjálfur, og loks sneri hann sér alfarið að litríkum jökkum og jakkafötum. Hann mætir aldrei í „venjulegum“ fötum í vinnuna lengur - og er raunar nýbyrjaður að skarta líka fullum skrúða úti meðal fólks í heimabænum, Selfossi. „Ég fór út í gær og náði mér í sushi. Áttaði mig á því að mig vantar kaffi og fer enn innar í búðina. Og það var bara annar hver maður sem sagði: Vá, rosalega ertu flottur, maður! Þarna var ég innan um allt þetta fólk. Fólk heillast af þessu. Og eins og núna, þegar eldri borgararnir eru komnir í pottinn, þá er mikið skrafað um mig,“ segir Siggi. „Stundum skil ég ekki sjálfan mig. Ég er feiminn að eðlisfari, var rosalega feiminn sem strákur. En svo í dag, ég hlýt bara að vera með athyglissýki! Ég er svo sjúkur í að láta taka eftir mér, það er nýtt hjá mér. En það er kannski bara út af því hvað ég fæ mikil viðbrögð.“ Brot úr viðtalinu við Sigga má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+.
Ísland í dag Tíska og hönnun Árborg Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira