Hnitmiðuð aðgerð og undirbúningur fyrir næstu skref Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 07:11 Íbúar virða fyrir sér verksumerkin eftir loftárás Ísraela á Gasa borg í gær. AP/Abed Khaled Ísraelsher virðist hafa farið inn á Gasa í nótt, meðal annars á skriðdrekum. Samkvæmt yfirlýsingu frá hernum var um að ræða hnitmiðaða árás á nokkur skotmörk og undirbúning fyrir „næsta stig“ aðgerða. Aðgerðirnar áttu sér stað í norðurhluta Gasa og drógu hermenn sig til baka að þeim loknum. Reuters segir myndskeið af aðgerðunum sýna brynvarin farartæki fara yfir landamörk Ísrales og Gasa, jarðýtu jafna út manngerða bakka, skriðdreka skjóta og sprengingar nærri húsarústum. Fréttaveitan segir herinn í viðbragðsstöðu við landamörkin en 360 þúsund varaliðar hafa verið kallaðir til. Þó hefur alþjóðlegur þrýstingur á Ísraela um að falla frá fyrirætlunum um innrás aukist, ekki síst vegna þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Meira en helmingur þeirra 220 sem taldir eru í haldi eru erlendir ríkisborgarar frá 25 ríkjum. " , . , , " . pic.twitter.com/pWKfMV6Fz0— (@idfonline) October 26, 2023 Ýmis erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa enn fremur kallað eftir því að Ísraelar láti af loftárásum sínum í mannúðarskyni en staðan á Gasa er sögð hreint út sagt skelfileg. Þar eru vatn, rafmagn og önnur aðföng á þrotum. Samkvæmt Associated Press hafa nú um 50 þúsund manns leitað aðhlynningar og/eða skjóls við al Shifa sjúkrahúsið í Gasa borg. Þangað liggur stöðugur straumur Palestínumanna sem hefur særst í árásum Ísraels. Þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna og það sem virðist yfirvofandi árás hefur nokkur fjöldi fólks snúið aftur norður, þreyttur á þvi að vera á vergangi og komast ekki að í yfirfullum skýlum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að allt að 30 þúsund hafi snúið aftur til heimkynna sinna eftir að hafa flúið þaðan. Associated Press segir 350 þúsund íbúa Gasa borgar enn dvelja þar þrátt fyrir viðvaranir en íbúar sjái ekki tilgang í því að leita suður þar sem þeir eigi ekki síður hættu á að verða fyrir loftárás þar en heima. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, að stðuningur Bandaríkjanna við Ísrael væri algjör en gagnrýndi landnema á Vesturbakkanum fyrir að hella olíu á eldinn með árásum á Palestínumenn. „Þeir eru að ráðast á Palestínumenn þar sem þeir eiga rétt á að vera og þetta verður að stoppa núna,“ sagði Biden. Þá sagði hann báða aðila þurfa að horfa til framtíðar. Ísraelar og Palestínumenn ættu jafna heimtingu á því að búa hlið við hlið í öryggi og friði. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Aðgerðirnar áttu sér stað í norðurhluta Gasa og drógu hermenn sig til baka að þeim loknum. Reuters segir myndskeið af aðgerðunum sýna brynvarin farartæki fara yfir landamörk Ísrales og Gasa, jarðýtu jafna út manngerða bakka, skriðdreka skjóta og sprengingar nærri húsarústum. Fréttaveitan segir herinn í viðbragðsstöðu við landamörkin en 360 þúsund varaliðar hafa verið kallaðir til. Þó hefur alþjóðlegur þrýstingur á Ísraela um að falla frá fyrirætlunum um innrás aukist, ekki síst vegna þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Meira en helmingur þeirra 220 sem taldir eru í haldi eru erlendir ríkisborgarar frá 25 ríkjum. " , . , , " . pic.twitter.com/pWKfMV6Fz0— (@idfonline) October 26, 2023 Ýmis erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa enn fremur kallað eftir því að Ísraelar láti af loftárásum sínum í mannúðarskyni en staðan á Gasa er sögð hreint út sagt skelfileg. Þar eru vatn, rafmagn og önnur aðföng á þrotum. Samkvæmt Associated Press hafa nú um 50 þúsund manns leitað aðhlynningar og/eða skjóls við al Shifa sjúkrahúsið í Gasa borg. Þangað liggur stöðugur straumur Palestínumanna sem hefur særst í árásum Ísraels. Þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna og það sem virðist yfirvofandi árás hefur nokkur fjöldi fólks snúið aftur norður, þreyttur á þvi að vera á vergangi og komast ekki að í yfirfullum skýlum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að allt að 30 þúsund hafi snúið aftur til heimkynna sinna eftir að hafa flúið þaðan. Associated Press segir 350 þúsund íbúa Gasa borgar enn dvelja þar þrátt fyrir viðvaranir en íbúar sjái ekki tilgang í því að leita suður þar sem þeir eigi ekki síður hættu á að verða fyrir loftárás þar en heima. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, að stðuningur Bandaríkjanna við Ísrael væri algjör en gagnrýndi landnema á Vesturbakkanum fyrir að hella olíu á eldinn með árásum á Palestínumenn. „Þeir eru að ráðast á Palestínumenn þar sem þeir eiga rétt á að vera og þetta verður að stoppa núna,“ sagði Biden. Þá sagði hann báða aðila þurfa að horfa til framtíðar. Ísraelar og Palestínumenn ættu jafna heimtingu á því að búa hlið við hlið í öryggi og friði.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira