Hætti með Britney í textaskilaboðum Boði Logason skrifar 24. október 2023 11:24 Britney Spears og Justin Timberlake voru kærustupar frá 1998 til 2002, eða þar til hann sagði henni óvænt upp með textaskilaboðum. Getty Ævisaga Britney Spears kemur út í Bandaríkjunum í dag en í henni fer söngkonan um víðan völl. Í bókinni, sem ber titilinn Woman in Me, ræðir hún meðal annars um samband sitt við söngvarann Justin Timberlake en þau voru kærustupar um árabil. Hun greinir frá því að hún hafi orðið ólétt í upphafi aldarinnar og fundið fyrir þrýstingi frá Justin að fara í þungunarrof. „Það kom á óvart en fyrir mig þá var þetta ekki harmleikur. Ég elskaði Justin svo heitt. Ég bjóst alltaf við því að við myndum stofna fjölskyldu saman,“ segir hún. „En Justin var augljóslega ekki ánægður þegar ég varð ólétt. Hann sagði að við værum ekki tilbúin til að eignast barn saman og að við værum alltof ung. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég aldrei farið í þungunarrof. En Justin var staðráðinn í að hann vildi ekki verða faðir. Enn þann dag í dag er þessi ákvörðun ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað í lífi mínu,“ segir Britney í bókinni. „Þetta er búið!!!“ Justin og Britney hættu saman árið 2002 þegar hún var um tvítugt en Britney segir að Justin hafi sagt henni upp með textaskilaboðum. Söngkonan var við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Overprotected Dark Child í Los Angeles og á öðrum degi mætti Britney ekki í tökur. Leikstjórinn, Chris Applebaum, fann hana grátandi á gólfinu í húsbílnum sem hún hafði til afnota í tökunum. Söngkonan sýndi honum textaskilaboð sem hún hafði fengið frá Justin: „Þetta er búið!!!“ stóð í þeim. Svo mörg voru þau orð. Vildi ekki halda áfram Britney tjáði leikstjóranum að hún vildi ekki halda áfram að taka upp myndbandið enda alveg miður sín. Chris hafi tjáð henni að hann skildi hana mjög vel að vilja ekki halda áfram „en ef þú vilt mæta núna og klára síðustu tökuna í rigningunni þá geturðu sýnt honum að hann var að gera mestu mistök lífs síns.“ Britney svaraði: „Veistu hvað? Þetta er frábær hugmynd. Ég ætla að sýna honum að hann var að missa það besta sem hann hefur nokkru sinni átt.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, myndbandið byrjar á rigningasenunni. Í bókinni ræðir Britney einnig um sjálfræðismissinn en faðir hennar var með forræði yfir henni í þrettán ár. Hún hafði lítið sem ekkert um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Eins og áður segir, kemur bókin út í Bandaríkjunum í dag. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bókaútgáfa Hollywood Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Í bókinni, sem ber titilinn Woman in Me, ræðir hún meðal annars um samband sitt við söngvarann Justin Timberlake en þau voru kærustupar um árabil. Hun greinir frá því að hún hafi orðið ólétt í upphafi aldarinnar og fundið fyrir þrýstingi frá Justin að fara í þungunarrof. „Það kom á óvart en fyrir mig þá var þetta ekki harmleikur. Ég elskaði Justin svo heitt. Ég bjóst alltaf við því að við myndum stofna fjölskyldu saman,“ segir hún. „En Justin var augljóslega ekki ánægður þegar ég varð ólétt. Hann sagði að við værum ekki tilbúin til að eignast barn saman og að við værum alltof ung. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég aldrei farið í þungunarrof. En Justin var staðráðinn í að hann vildi ekki verða faðir. Enn þann dag í dag er þessi ákvörðun ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað í lífi mínu,“ segir Britney í bókinni. „Þetta er búið!!!“ Justin og Britney hættu saman árið 2002 þegar hún var um tvítugt en Britney segir að Justin hafi sagt henni upp með textaskilaboðum. Söngkonan var við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Overprotected Dark Child í Los Angeles og á öðrum degi mætti Britney ekki í tökur. Leikstjórinn, Chris Applebaum, fann hana grátandi á gólfinu í húsbílnum sem hún hafði til afnota í tökunum. Söngkonan sýndi honum textaskilaboð sem hún hafði fengið frá Justin: „Þetta er búið!!!“ stóð í þeim. Svo mörg voru þau orð. Vildi ekki halda áfram Britney tjáði leikstjóranum að hún vildi ekki halda áfram að taka upp myndbandið enda alveg miður sín. Chris hafi tjáð henni að hann skildi hana mjög vel að vilja ekki halda áfram „en ef þú vilt mæta núna og klára síðustu tökuna í rigningunni þá geturðu sýnt honum að hann var að gera mestu mistök lífs síns.“ Britney svaraði: „Veistu hvað? Þetta er frábær hugmynd. Ég ætla að sýna honum að hann var að missa það besta sem hann hefur nokkru sinni átt.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, myndbandið byrjar á rigningasenunni. Í bókinni ræðir Britney einnig um sjálfræðismissinn en faðir hennar var með forræði yfir henni í þrettán ár. Hún hafði lítið sem ekkert um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Eins og áður segir, kemur bókin út í Bandaríkjunum í dag.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bókaútgáfa Hollywood Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira