Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Jón Þór Stefánsson skrifar 18. október 2023 20:12 Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi segir að atvikið í Breiðagerisskóla geta verið foreldrum áminning. Vísir/Vilhelm Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. Greint hefur verið frá því að stúlkan hafi dvalið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem að unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar. Ekki liggur fyrir hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Drengirnir sem köstuðu duftinu byggðu verknaðinn á einhverju sem þeir höfðu séð á netinu. „Hugur minn er hjá þolanda, gerendum og foreldrum þessara barna,“ sagði Unnur í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún bendir á að atvikið sé ekki það fyrsta þar sem krakkar hermi eftir einhverju sem þau sjái á samfélagsmiðlum. „Eins hræðilegt og þetta atvik var þá er það góð áminning um það að við foreldrar og forráðamenn fylgjumst með netnotkun barnanna okkar. Það er hvað þau eru að gera á netinu og skoða þar,“ Aðspurð um hvort foreldrar geti fylgst vel með í ljósi þess hve hraðir netheimar séu segir Unnur svo vera. Foreldrar þurfi þó að hafa viljan til. Hún nefnir til að mynda að hægt sé að fræða börnin áður en þau fái aðgang að samfélagsmiðlum. „Við ættum ekki að vera að veita börnum sem hafa ekki þroska til eftirlitslausan aðgang að samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu. Við erum ekkert að vera „leiðinlega foreldrið“ að aðstoða börnin okkar og passa upp á þau,“ Unnur veltir fyrir sér hvort aldurstakmarkið sem gildi um samfélagsmiðlana sé „of ungt“ en miðað er við þrettán ára aldur. „Rannsóknir sýna að mikill meirihluti barna sem hefur ekki aldur til er inni á þessum miðlum. Og mjög hátt hlutfall foreldra voru þau sem aðstoðuðu þau að setja upp aðganga að þessum samfélagsmiðlum.“ segir Unnur. „Því miður þá fylgjast alltof fáir foreldrar með notkun barnanna sinna á þessum miðlum,“ bætir hún við. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Greint hefur verið frá því að stúlkan hafi dvalið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem að unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar. Ekki liggur fyrir hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Drengirnir sem köstuðu duftinu byggðu verknaðinn á einhverju sem þeir höfðu séð á netinu. „Hugur minn er hjá þolanda, gerendum og foreldrum þessara barna,“ sagði Unnur í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún bendir á að atvikið sé ekki það fyrsta þar sem krakkar hermi eftir einhverju sem þau sjái á samfélagsmiðlum. „Eins hræðilegt og þetta atvik var þá er það góð áminning um það að við foreldrar og forráðamenn fylgjumst með netnotkun barnanna okkar. Það er hvað þau eru að gera á netinu og skoða þar,“ Aðspurð um hvort foreldrar geti fylgst vel með í ljósi þess hve hraðir netheimar séu segir Unnur svo vera. Foreldrar þurfi þó að hafa viljan til. Hún nefnir til að mynda að hægt sé að fræða börnin áður en þau fái aðgang að samfélagsmiðlum. „Við ættum ekki að vera að veita börnum sem hafa ekki þroska til eftirlitslausan aðgang að samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu. Við erum ekkert að vera „leiðinlega foreldrið“ að aðstoða börnin okkar og passa upp á þau,“ Unnur veltir fyrir sér hvort aldurstakmarkið sem gildi um samfélagsmiðlana sé „of ungt“ en miðað er við þrettán ára aldur. „Rannsóknir sýna að mikill meirihluti barna sem hefur ekki aldur til er inni á þessum miðlum. Og mjög hátt hlutfall foreldra voru þau sem aðstoðuðu þau að setja upp aðganga að þessum samfélagsmiðlum.“ segir Unnur. „Því miður þá fylgjast alltof fáir foreldrar með notkun barnanna sinna á þessum miðlum,“ bætir hún við.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira