Innlent

Kanna hvort grípa þurfi inn í út­gáfu Dimmali­mm

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Menningar-og við­skipta­ráðu­neytið er með það til skoðunar hvort ný út­gáfa af barna­bókinni Dimmali­mm varði brot á sæmdar­rétti og hvort til­efni sé til að grípa inn í.

Þetta kemur fram í Morgun­blaðinu í dag. Eins og Vísir hefur greint frá eru að­stand­endur höfundarins, Guð­munds Thor­steins­sonar, Muggs, afar ó­sáttir við út­gáfuna. Ný út­gáfa er í höndum út­gáfu­fyrir­tækisins Óðins­auga og er þar að finna nýjar myndir í stað mynda Muggs.

Þá hefur Mynd­stef sent frá sér yfir­lýsingu vegna málsins þar sem segir að það sé álit sam­takanna að ný út­gáfa gangi of nærri sæmdar­rétti Muggs og rétt­mætum við­skipta­háttum. Á­lita­mál sé um hvort fölsun sé að ræða.

Í svörum til Morgun­blaðsins segir menningar-og við­skipta­ráðu­neytið að því hafi borist á­bendingar vegna málsins. Óskað hafi verið eftir því að kannað yrði hvort á­stæða væri til að beita á­kvæði 2.mgr.53.gr. höfunda­laga.

Sam­kvæmt henni er einungis heimilt að höfða mál vegna brota á sæmdar­rétti verka sem fallin eru úr al­mennri höfundar­réttar­vernd að kröfu ráð­herra, enda telji hann þess þörf vegna til­lits til al­mennra menningar­verndar. Segir ráðu­neytið að sú könnun standi nú yfir í ráðu­neytinu.


Tengdar fréttir

Ný Dimmali­mm gangi nærri sæmdar­rétti og rétt­mætum við­skipta­háttum

Mynd­stef - Mynd­höfundar­sjóður Ís­lands, telur nýja út­gáfu Óðins­auga af barna­bókinni Sagan af Dimmali­mm eftir Guð­mund Thor­steins­son, Mugg, ganga nærri sæmdar­rétti höfundarins og rétt­mætum við­skipta­háttum. Þá telja sam­tökin á­lita­mál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati sam­takanna að stíga var­lega til jarðar við breyttar fram­tíðar­út­gáfur verksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×