Lífið

„Held ég hafi verið hafmeyja í fyrra lífi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Góð stemning í hópnum í lokaþættinum.
Góð stemning í hópnum í lokaþættinum.

Í síðasta þætti af LXS var áfram fylgst með ferð hópsins til Kanaríeyja en þar nutu þær sannarlega lífsins.

Þær Birgitta Líf, Magnea Björg, Sunneva Einars, Ína María og Kristín Pétursdóttir voru mættar út til Spánar og gekk sannarlega á ýmsu í þættinum eins og lesendur Vísis sáu í síðustu viku.

En stelpurnar náðu að sættast og nutu lífsins. Til að mynda frá hópurinn í bátsferð við strendur Kanarí og það á snekkju þar sem drykkirnir voru aldrei langt undan.

Umræðan barst að hákörlum og hvort þeir væru í sjónum og hafði skipstjórinn séð nokkra síðustu ár en vildi meina að þeir væru nú ekki hættulegir.

Sunneva var ekki mjög hrifin: „Mér er sama hversu litlir þeir eru, ég er ekki að fara út í,“ segir Sunneva.

„Ég hef alveg kafað með hákörlum og ég var ekkert hrædd. Ég er ekki eins og Sunneva, ég er ekki hrædd við þessa fiska. Ég held ég hafi verið hafmeyja í fyrra lífi,“ sagði Birgitta Líf.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær en þetta var lokaþátturinn í seríunni en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+.

Klippa: Snekkjulíf LXS
LXS





Fleiri fréttir

Sjá meira


×