Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 09:28 Vilhjálmur Birgisson hefur miklar áhyggjur af því að Samkeppniseftirlitið fái ekki nægar fjárveitingar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjárhæðir séu lagðar í rekstur Samkeppniseftirlitsins á hverju ári. Hann skorar á stjórnvöld að tryggja eftirlitinu nægt fjármagn svo hægt sé að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði. „Nú liggur krafa samkvæmt fjárlögum ef ég skil þetta rétt að Samkeppniseftirlitið skeri kostnað sinn niður um 24 milljónir. Þetta er gjörsamlega galið enda hefur Samkeppniseftirlitið sýnt og sannað hversu gríðarlega mikilvægt það er íslenskum neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, sem gerir málinu í skil á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann segir ekki þurfa að leita lengra aftur að dæmum um mikilvægi Samkeppniseftirlitsins en til samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskips. Vilhjálmur segir alls ekki ólíklegt ef Samkeppniseftirlitið hafi rétt fyrir sér þá sé hér um að ræða einn stærsta glæp gagnvart neytendum sem framkvæmdur hafi verið hér á landi. „Rétt að minna á sektargreiðslur vegna Samskips nema 4,2 milljörðum og sáttargreiðsla Eimskips nam 1,5 milljörðum og samanlagt mun því renna til ríkissjóðs 5,7 milljarðar. Eftir mínum upplýsingum þá hefur SKE sektað vegna brota á samkeppnislögum fyrir tæpa 20 milljarða og því óskiljanlegt að ekki sé lagt meira fé til að efla SKE.“ Segir sérhagsmunahópa vilja þrengja að eftirliti Vilhjálmur minnir á að Samkeppniseftirlitið hafi sektað fjölmörg fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum. Hann segir mikilvægt að allir viti að brot á samkeppnislögum bitni illilega á neytendum og heimilum þessa lands. Hann segir að á sama tíma og stjórnvöld leggi til niðurskurð hjá Samkeppniseftirlitinu hér þá séu stjórnvöld í Svíþjóð að leggja til 20 prósent aukningu á fjárframlagi til eftirlitsins þar. Þá segir Vilhjálmur að meira að segja Joe Biden, Bandaríkjaforseti, vilji auka fjárheimildir til eftirlitsins þar í landi. „Það blasir við sérhagsmunahópar í íslensku samfélagi vilja þrengja eins mikið að SKE eins og kostur er, enda hræðast þeir SKE en mikilvægt að í svona fákeppnislandi eins Íslandi verður að vera öflugt Samkeppniseftirlit þar sem hagsmunir neytenda verði tryggðir fyrir brotum á samkeppnislögum.“ Vilhjálmur segist skora á stjórnvöld og Alþingi að efla og tryggja Samkeppniseftirlitinu nægt fjármagn til að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Enda séu gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska neytendur. Hann segir aukið fjármagn til eftirlitsins muni skila sér margfalt til baka fyrir íslenska neytendur og samfélagið í heild. Þá bætir Vilhjálmur við að hann vilji frekar sjá öðrum viðurlögum beitt í slíkum málum en sektargreiðslum. „Enda óttast ég að það séu neytendur sem á endanum borgi þessar sektir. Það á að dæma þá aðila sem verða uppvísir að stórfeldum brotum á samkeppnislögum til fangelsvistar og einnig að útiloka þá aðila sem koma að svona brotum frá stjórnun fyrirtækja.“ Samkeppnismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Nú liggur krafa samkvæmt fjárlögum ef ég skil þetta rétt að Samkeppniseftirlitið skeri kostnað sinn niður um 24 milljónir. Þetta er gjörsamlega galið enda hefur Samkeppniseftirlitið sýnt og sannað hversu gríðarlega mikilvægt það er íslenskum neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, sem gerir málinu í skil á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann segir ekki þurfa að leita lengra aftur að dæmum um mikilvægi Samkeppniseftirlitsins en til samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskips. Vilhjálmur segir alls ekki ólíklegt ef Samkeppniseftirlitið hafi rétt fyrir sér þá sé hér um að ræða einn stærsta glæp gagnvart neytendum sem framkvæmdur hafi verið hér á landi. „Rétt að minna á sektargreiðslur vegna Samskips nema 4,2 milljörðum og sáttargreiðsla Eimskips nam 1,5 milljörðum og samanlagt mun því renna til ríkissjóðs 5,7 milljarðar. Eftir mínum upplýsingum þá hefur SKE sektað vegna brota á samkeppnislögum fyrir tæpa 20 milljarða og því óskiljanlegt að ekki sé lagt meira fé til að efla SKE.“ Segir sérhagsmunahópa vilja þrengja að eftirliti Vilhjálmur minnir á að Samkeppniseftirlitið hafi sektað fjölmörg fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum. Hann segir mikilvægt að allir viti að brot á samkeppnislögum bitni illilega á neytendum og heimilum þessa lands. Hann segir að á sama tíma og stjórnvöld leggi til niðurskurð hjá Samkeppniseftirlitinu hér þá séu stjórnvöld í Svíþjóð að leggja til 20 prósent aukningu á fjárframlagi til eftirlitsins þar. Þá segir Vilhjálmur að meira að segja Joe Biden, Bandaríkjaforseti, vilji auka fjárheimildir til eftirlitsins þar í landi. „Það blasir við sérhagsmunahópar í íslensku samfélagi vilja þrengja eins mikið að SKE eins og kostur er, enda hræðast þeir SKE en mikilvægt að í svona fákeppnislandi eins Íslandi verður að vera öflugt Samkeppniseftirlit þar sem hagsmunir neytenda verði tryggðir fyrir brotum á samkeppnislögum.“ Vilhjálmur segist skora á stjórnvöld og Alþingi að efla og tryggja Samkeppniseftirlitinu nægt fjármagn til að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Enda séu gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska neytendur. Hann segir aukið fjármagn til eftirlitsins muni skila sér margfalt til baka fyrir íslenska neytendur og samfélagið í heild. Þá bætir Vilhjálmur við að hann vilji frekar sjá öðrum viðurlögum beitt í slíkum málum en sektargreiðslum. „Enda óttast ég að það séu neytendur sem á endanum borgi þessar sektir. Það á að dæma þá aðila sem verða uppvísir að stórfeldum brotum á samkeppnislögum til fangelsvistar og einnig að útiloka þá aðila sem koma að svona brotum frá stjórnun fyrirtækja.“
Samkeppnismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira