Afla enn gagna við rannsókn á flugslysinu við Sauðahnjúka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2023 06:46 Vélin brotlenti við Sauðahnjúk milli Hornbrynju og Hraungarða. Stöð 2 Rannsóknarnefnd samgönguslysa aflar enn gagna vegna flugslyssins sem varð við Sauðahnjúka á Austurlandi þann 9. júlí síðastliðinn þar sem þrír létust. Þetta kemur fram í svörum nefndarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að nefndin hafi þann 14. september síðastliðin ákveðið á nefndarfundi að bíða með útgáfu bráðabirgðaskýrslu. Enn væri verið að afla gagna og vinna úr þeim. Áður hafði nefndin sagt við fréttastofu að skýrslunnar væri að vænta í ágúst. Vélin TF-KLO hafði innanborðs tvo starfsmenn Náttúrustofu Austurlands auk flugmanns og voru þeir við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið varð. Samkvæmt flugáætlun átti vélin að fljúga sjónflug frá Egilsstaðaflugvelli um Snæfell, Hraundali og Vestur-Öræfi og koma aftur til Egilsstaða eftir fjórar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Egilsstöðum kl. 13:29 og hefði samkvæmt flugáætlun átt að koma til baka kl. 17:29. Tæpum hálftíma fyrir þann tíma, klukkan 17:01, nam Landhelgisgæslan boð frá neyðarsendi flugvélarinnar. Þegar engin svör bárust frá flugvélinni hófst umfangsmikil leit að henni. Á áttunda tímanum þann 9. júlí töldu flugmenn áætlunarflugvélar Icelandair til Egilsstaða sig síðan sjá flak flugvélarinnar við Sauðahnjúk, sem reyndist rétt. Rannsókn flugslysa lýtur nákvæmum alþjóðlegum reglum og fer fram á vettvangi Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hún hefst um leið og tilkynning um flugslys berst nefndinni. Vettvangurinn er rannsakaður og gagna aflað og stutt viðtöl tekin. Eftir það hefst svo kölluð frumrannsókn sem getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel tvo mánuði. Sú rannsókn stendur enn yfir. Að henni lokinni er gefin út bráðabirgðaskýrsla. Eftir útgáfu bráðabirgðaskýrslunnar hefst hin eiginlega rannsókn með úrvinnslu gagna, prófunum á kerfum, íhlutum og fleira. Samgönguslys Fréttir af flugi Múlaþing Flugslys við Sauðahnjúka Tengdar fréttir Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37 Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00 Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Þar segir að nefndin hafi þann 14. september síðastliðin ákveðið á nefndarfundi að bíða með útgáfu bráðabirgðaskýrslu. Enn væri verið að afla gagna og vinna úr þeim. Áður hafði nefndin sagt við fréttastofu að skýrslunnar væri að vænta í ágúst. Vélin TF-KLO hafði innanborðs tvo starfsmenn Náttúrustofu Austurlands auk flugmanns og voru þeir við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið varð. Samkvæmt flugáætlun átti vélin að fljúga sjónflug frá Egilsstaðaflugvelli um Snæfell, Hraundali og Vestur-Öræfi og koma aftur til Egilsstaða eftir fjórar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Egilsstöðum kl. 13:29 og hefði samkvæmt flugáætlun átt að koma til baka kl. 17:29. Tæpum hálftíma fyrir þann tíma, klukkan 17:01, nam Landhelgisgæslan boð frá neyðarsendi flugvélarinnar. Þegar engin svör bárust frá flugvélinni hófst umfangsmikil leit að henni. Á áttunda tímanum þann 9. júlí töldu flugmenn áætlunarflugvélar Icelandair til Egilsstaða sig síðan sjá flak flugvélarinnar við Sauðahnjúk, sem reyndist rétt. Rannsókn flugslysa lýtur nákvæmum alþjóðlegum reglum og fer fram á vettvangi Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hún hefst um leið og tilkynning um flugslys berst nefndinni. Vettvangurinn er rannsakaður og gagna aflað og stutt viðtöl tekin. Eftir það hefst svo kölluð frumrannsókn sem getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel tvo mánuði. Sú rannsókn stendur enn yfir. Að henni lokinni er gefin út bráðabirgðaskýrsla. Eftir útgáfu bráðabirgðaskýrslunnar hefst hin eiginlega rannsókn með úrvinnslu gagna, prófunum á kerfum, íhlutum og fleira.
Samgönguslys Fréttir af flugi Múlaþing Flugslys við Sauðahnjúka Tengdar fréttir Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37 Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00 Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37
Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00
Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23