Verk RAX til sýnis á Victoria and Albert safninu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. september 2023 23:42 Where the World is Melting heitir myndasyrpa RAX. Aðsend Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, sýnir nú verk sín á ljósmyndasýningu á Victoria and Albert safninu í Lundúnum. Safnið er á listum yfir virtustu ljósmyndasöfn heims auk þess sem það er stærsta nytjalista- og hönnunarsafn heims. Ragnar hlaut í sumar tilnefningu til Prix Pictet verðlaunanna, en þau eru sögð virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir ljósmyndun. Verðlaunin voru veitt í gær og hreppti indverski ljósmyndarinn Gauri Gill hnossið. Frá opnunarathöfn sýningarinnar. Eins og myndin gefur til kynna var þema keppninnar Human. Aðsend Opnunarathöfn ljósmyndasýningar ljósmyndaranna tólf sem tilnefndir voru fór fram í kvöld. Ragnar sýnir ljósmyndir úr myndröðinni Where The World is Melting. Myndirnar voru teknar á Íslandi, Grænlandi og Síberíu. Ragnar sagði tilnefninguna mikinn heiður í samtali við fréttastofu í sumar. „Þetta er ákveðið statement um að maður sé að gera eitthvað af viti,“ sagði hann. Victoria and Albert safnið opnaði fyrst árið 1852 of er eitt virtasta ljósmyndasafn heims. Aðsend Sýningin á Victoria and Albert safninu stendur yfir til 22. október næstkomandi. Þá færist sýningin á Red Cross safnið í Genf í Sviss og verður þar fram í apríl á næsta ári. RAX á yfir fjörutíu ára feril að baki í faginu og er hvergi nærri hættur. Hann starfaði lengi sem ljósmyndari Morgunblaðsins auk þess sem hann hefur gefið út samtals átta ljósmyndabækur. Ljósmyndir RAX hafa verið birtar í tímaritum á borð við Life, Newsweek, Stern, National geograpic og Time. Gestir virða fyrir sér ljósmyndir RAX.Aðsend Nú vinnur hann að nýrri ljósmyndabók- og sýningu þar sem hann hefur ferðast um heimskautalöndin og tekið myndir. Hann segir markmið verkefnisins vera að vekja athygli á heimskautalöndunum í tengslum við loftslagsmál og mismunandi lifnaðarhætti íbúa heimskautalandanna. Í þáttunum RAX augnablik sem sýndir eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon segir Ragnar sögurnar á bak við ógleymanlegar ljósmyndir sínar. Þættina má nálgast hér. RAX Ljósmyndun Söfn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir RAX tilnefndur til stórra ljósmyndaverðlauna Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hefur verið tilnefndur til Prix Pictet ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru í faginu. 7. júlí 2023 12:45 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Ragnar hlaut í sumar tilnefningu til Prix Pictet verðlaunanna, en þau eru sögð virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir ljósmyndun. Verðlaunin voru veitt í gær og hreppti indverski ljósmyndarinn Gauri Gill hnossið. Frá opnunarathöfn sýningarinnar. Eins og myndin gefur til kynna var þema keppninnar Human. Aðsend Opnunarathöfn ljósmyndasýningar ljósmyndaranna tólf sem tilnefndir voru fór fram í kvöld. Ragnar sýnir ljósmyndir úr myndröðinni Where The World is Melting. Myndirnar voru teknar á Íslandi, Grænlandi og Síberíu. Ragnar sagði tilnefninguna mikinn heiður í samtali við fréttastofu í sumar. „Þetta er ákveðið statement um að maður sé að gera eitthvað af viti,“ sagði hann. Victoria and Albert safnið opnaði fyrst árið 1852 of er eitt virtasta ljósmyndasafn heims. Aðsend Sýningin á Victoria and Albert safninu stendur yfir til 22. október næstkomandi. Þá færist sýningin á Red Cross safnið í Genf í Sviss og verður þar fram í apríl á næsta ári. RAX á yfir fjörutíu ára feril að baki í faginu og er hvergi nærri hættur. Hann starfaði lengi sem ljósmyndari Morgunblaðsins auk þess sem hann hefur gefið út samtals átta ljósmyndabækur. Ljósmyndir RAX hafa verið birtar í tímaritum á borð við Life, Newsweek, Stern, National geograpic og Time. Gestir virða fyrir sér ljósmyndir RAX.Aðsend Nú vinnur hann að nýrri ljósmyndabók- og sýningu þar sem hann hefur ferðast um heimskautalöndin og tekið myndir. Hann segir markmið verkefnisins vera að vekja athygli á heimskautalöndunum í tengslum við loftslagsmál og mismunandi lifnaðarhætti íbúa heimskautalandanna. Í þáttunum RAX augnablik sem sýndir eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon segir Ragnar sögurnar á bak við ógleymanlegar ljósmyndir sínar. Þættina má nálgast hér.
RAX Ljósmyndun Söfn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir RAX tilnefndur til stórra ljósmyndaverðlauna Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hefur verið tilnefndur til Prix Pictet ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru í faginu. 7. júlí 2023 12:45 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
RAX tilnefndur til stórra ljósmyndaverðlauna Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hefur verið tilnefndur til Prix Pictet ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru í faginu. 7. júlí 2023 12:45