Lífið

Sophia Loren vistuð á spítala

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sophia Loren er ein ástkærasta stjarna ítalskrar kvikmyndagerðar.
Sophia Loren er ein ástkærasta stjarna ítalskrar kvikmyndagerðar. Getty/Mairo Cinquetto

Ítalska leikkonan Sophia Loren var í dag send í aðgerð eftir að hafa fallið illa á heimili sínu í Sviss. Mun aðgerðin hafa gengið vel að sögn talsmanns hennar. 

„Í dag olli fall á heimili Loren því að hún mjaðmarbrotnaði. Eftir að hafa verið í vel heppnaða aðgerð mun hún nú vera um stutta stund á spítala í endurhæfingu,“ segir í tilkynningu frá talsmanninum. 

Sophia Loren í hlutverki sínu í kvikmyndinni Boy on a Dolphin frá árinu 1957.Getty/John Springer

Loren hlaut Óskarsverðlaun árið 1961 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Two Women og var hún sú fyrsta til að fá verðlaunin fyrir leik í kvikmynd sem ekki var á ensku. Árið 1964 var hún aftur tilnefnd til verðlaunanna, þá fyrir leik sinn í Marriage Italian Style. Það var síðan árið 1991 sem hún hlaut heiðursverðlaun akademíunnar fyrir feril sinn.

Hún er ein vinsælasta leikkona ítalskrar kvikmyndasögu og hefur spreytt sig á öðrum sviðum listarinnar sem og viðskiptalífsins. Hefur hún gefið út fimm hljómplötur og á nokkra veitingastaði sem heita eftir henni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.