Er siðferðislega í lagi að taka „instamyndir“ við minnisvarðann um helförina? Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2023 21:56 Henry Alexander segir gagnrýnin á „instamyndirnar“ á stöðum sem þessum beinast að virðingarleysinu sem komi fram þegar fólk virðist ekki skilja táknrænt samhengi aðstæðna og umhverfis. Aðsend/Getty Images Reglulega blossa upp umræður í athugasemdakerfum samfélagsmiðla þar sem notandi birtir mynd af sér, uppstilltum, brosandi eða jafnvel með stút á vörunum við minnisvarða um hörmungar fyrri tíma. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi í tengslum við hinn mikla minnisvarða um helförina í þýsku höfuðborginni Berlín og sýnist sitt hverjum. Aðspurður um hvort í það sé siðferðislega í lagi að birta sjálfur eða „instamyndir“ frá slíkum stöðum segir Henry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, að hann sé á því að fólk verði þar að skilja að skilja táknrænt samhengi aðstæðna og umhverfis. Hann er á því að gagnrýni sem hafi oft komið fram á sumar sjálfsmyndatökur á stöðum líkt og við minnisvarðann um helförina í Berlín eigi við rök að styðjast og að oft megi hún vera býsna hörð. Almennt á því að við hneykslumst of mikið Henry Alexander segist almennt vera þeirrar skoðunar að við hneykslumst of mikið á því sem samborgarar okkar setji inn á samskiptamiðla sína. „Það er ekki langt síðan ég átti samræður við blaðamann Vísis um það sem ég kallaði „allsnægtamyndbirtingar“ hjá Íslendingum og varaði þá við að láta gagnrýni beinast um of að einstaklingum og einstaka myndbirtingum. Ég sá til dæmis núna fyrir skömmu lítinn tilgang í því að tefla fram siðferðilegum umvöndunartóni við stutt þyrluflug ungs fólks sem á von á sínu fyrsta barni. Til lengri tíma litið er ekki gott að blanda um of saman í samfélagsumræðunni smekkleysi og siðferðilegum brestum,“ segir Henry. Milljónir ferðamanna leggja leið sína að minnisvarðanum um helförina í Berlín á ári hverju. Getty Fólk kynni sér tengsl og samhengi aðstæðna Henry Alexander segist þó vera á annarri skoðun þegar kemur að gagnrýni á sjálfsmyndatökur á stöðum sem er ætlað að minna okkur á hörmungar og voðaverk, eða á stöðum þar sem umhverfis- eða samfélagslegar hörmungar hafa nýlega gengið yfir. „Vissulega eigum við alltaf að vera tilbúin að hlusta á afsökunarbeiðnir og gefa fólki tækifæri til að gangast við kæru- og hugsunarleysi, en ég held þó að gagnrýni sem hefur oft komið fram á sumar sjálfsmyndatökur eigi við rök að styðjast og oft megi hún vera býsna hörð. Það sem greinir slíkar myndatökur frá einföldum myndatökum eins og þeim að sýna hvað maður er kátur með nýja bílinn sinn er samhengið sem þær eru teknar í. Siðferðileg gagnrýni á sjálfsmyndatökur við minnismerki eins og það sem reist var í Berlín til að minnast helfararinnar beinist að því hvernig sá eða sú sem tekur myndina virðist ekki í tengslum við umhverfi sitt eða sögu. Grunnhugmyndin felst í því að okkur beri einhvers konar siðferðileg skylda til að kynna okkur tengsl og samhengi þeirrar aðstæðna sem við sækjumst eftir að koma okkur í,“ segir Henry Alexander. Hlutverk og skyldur ferðamannsins Henry Alexander segir að þessi umræða tengist svo inn í miklu stærri umræðu um hlutverk, réttindi og skyldur ferðamanna víða um heim. „Nýlega urðu miklar umræður eftir að íbúum Balí varð nóg boðið með hvers konar myndatökur fóru fram nálægt tré sem nýtur helgi á eyjunni. Konu var vísað úr landi eftir að hafa staðið ákaflega léttklædd ef ekki nakin hjá trénu og birt myndir af. Í grunninn er þetta hin klassíska spurning hvernig réttindi og skyldur speglast. Við búum við mikið, og í raun einstakt í sögu heimsins, ferðafrelsi. Hverju og einu okkar finnst það vera nokkurs konar réttur okkar að ferðast um og upplifa ótal staði sem við sjáum stöðugt myndefni af. En slíkum „rétti“ – ef hann er þá raunverulegur – hlýtur að fylgja sú skylda að setja sig inn í samhengi þess sem maður ætlar að upplifa,“ segir Henry. Peter Eisenman er hönnuður minnisvarðans sem stendur skammt frá Brandenborgarhliðinu. Verkið samanstendur af um 2.700 steinum, en framkvæmdum lauk við verkið árið 2004.Getty Felst ekki í að mæla stútinn á vörunum Henry Alexander segir að gagnrýni á sumar sjálfsmyndatöku við minnismerki Helfararinnar í Berlín felist því ekki í að mæla hversu mikinn stút viðkomandi hefur sett á varirnar. Né heldur að því að sjálfsmyndatökur séu hápunktur hégómans. „Gagnrýnin beinist að virðingarleysinu sem kemur fram þegar fólk virðist ekki skilja táknrænt samhengi aðstæðna og umhverfis. Viðbrögð okkar eiga ekki að vera þau að banna alfarið eða leggjast gegn myndatökum á staðnum. Slíkt væri heldur ekki gott því minnismerkjum er jú ætlað að vekja athygli á því sem hefur átt sér stað. Mögulega er svarið við þessu öllu að hluta til það að „gestgjafinn“ minni betur og ítarlegar gesti sína á hvers konar stað þau eru komin á með upplýsingagjöf og ábendingum. En ábyrgðin hlýtur alltaf að stærstum hluta að liggja hjá gestunum sjálfum. Mér ber alltaf skylda til að kynna mér samhengi og tengsl í þeim aðstæðum sem ég sjálfur sækist eftir að koma mér í,“ segir Henry Alexander. Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Tengdar fréttir Spara eigi stóru orðin gagnvart fólki í allsnægtarfréttum Siðfræðingur segir að varla sé hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með fréttaflutningi sínum. Mikilvægt sé að passa sig á að ganga ekki of harkalega með siðavöndinn og hneykslast. Hið versta sem gæti gerst sé að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat. 28. júlí 2023 16:00 Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Lífið Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman „No Hingris Honly Mandarin“ Arnar Grant flytur í Vogahverfið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Myndband: Sungu snjókorn falla á íslensku táknmáli Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Silkimjúkur kaffibrúnn er litur ársins 2025 Nanna hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Sandra heitir ekki Barilli Arnór hættur með Sögu Ólík hlutskipti Gunna og Felix Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Sjá meira
Aðspurður um hvort í það sé siðferðislega í lagi að birta sjálfur eða „instamyndir“ frá slíkum stöðum segir Henry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, að hann sé á því að fólk verði þar að skilja að skilja táknrænt samhengi aðstæðna og umhverfis. Hann er á því að gagnrýni sem hafi oft komið fram á sumar sjálfsmyndatökur á stöðum líkt og við minnisvarðann um helförina í Berlín eigi við rök að styðjast og að oft megi hún vera býsna hörð. Almennt á því að við hneykslumst of mikið Henry Alexander segist almennt vera þeirrar skoðunar að við hneykslumst of mikið á því sem samborgarar okkar setji inn á samskiptamiðla sína. „Það er ekki langt síðan ég átti samræður við blaðamann Vísis um það sem ég kallaði „allsnægtamyndbirtingar“ hjá Íslendingum og varaði þá við að láta gagnrýni beinast um of að einstaklingum og einstaka myndbirtingum. Ég sá til dæmis núna fyrir skömmu lítinn tilgang í því að tefla fram siðferðilegum umvöndunartóni við stutt þyrluflug ungs fólks sem á von á sínu fyrsta barni. Til lengri tíma litið er ekki gott að blanda um of saman í samfélagsumræðunni smekkleysi og siðferðilegum brestum,“ segir Henry. Milljónir ferðamanna leggja leið sína að minnisvarðanum um helförina í Berlín á ári hverju. Getty Fólk kynni sér tengsl og samhengi aðstæðna Henry Alexander segist þó vera á annarri skoðun þegar kemur að gagnrýni á sjálfsmyndatökur á stöðum sem er ætlað að minna okkur á hörmungar og voðaverk, eða á stöðum þar sem umhverfis- eða samfélagslegar hörmungar hafa nýlega gengið yfir. „Vissulega eigum við alltaf að vera tilbúin að hlusta á afsökunarbeiðnir og gefa fólki tækifæri til að gangast við kæru- og hugsunarleysi, en ég held þó að gagnrýni sem hefur oft komið fram á sumar sjálfsmyndatökur eigi við rök að styðjast og oft megi hún vera býsna hörð. Það sem greinir slíkar myndatökur frá einföldum myndatökum eins og þeim að sýna hvað maður er kátur með nýja bílinn sinn er samhengið sem þær eru teknar í. Siðferðileg gagnrýni á sjálfsmyndatökur við minnismerki eins og það sem reist var í Berlín til að minnast helfararinnar beinist að því hvernig sá eða sú sem tekur myndina virðist ekki í tengslum við umhverfi sitt eða sögu. Grunnhugmyndin felst í því að okkur beri einhvers konar siðferðileg skylda til að kynna okkur tengsl og samhengi þeirrar aðstæðna sem við sækjumst eftir að koma okkur í,“ segir Henry Alexander. Hlutverk og skyldur ferðamannsins Henry Alexander segir að þessi umræða tengist svo inn í miklu stærri umræðu um hlutverk, réttindi og skyldur ferðamanna víða um heim. „Nýlega urðu miklar umræður eftir að íbúum Balí varð nóg boðið með hvers konar myndatökur fóru fram nálægt tré sem nýtur helgi á eyjunni. Konu var vísað úr landi eftir að hafa staðið ákaflega léttklædd ef ekki nakin hjá trénu og birt myndir af. Í grunninn er þetta hin klassíska spurning hvernig réttindi og skyldur speglast. Við búum við mikið, og í raun einstakt í sögu heimsins, ferðafrelsi. Hverju og einu okkar finnst það vera nokkurs konar réttur okkar að ferðast um og upplifa ótal staði sem við sjáum stöðugt myndefni af. En slíkum „rétti“ – ef hann er þá raunverulegur – hlýtur að fylgja sú skylda að setja sig inn í samhengi þess sem maður ætlar að upplifa,“ segir Henry. Peter Eisenman er hönnuður minnisvarðans sem stendur skammt frá Brandenborgarhliðinu. Verkið samanstendur af um 2.700 steinum, en framkvæmdum lauk við verkið árið 2004.Getty Felst ekki í að mæla stútinn á vörunum Henry Alexander segir að gagnrýni á sumar sjálfsmyndatöku við minnismerki Helfararinnar í Berlín felist því ekki í að mæla hversu mikinn stút viðkomandi hefur sett á varirnar. Né heldur að því að sjálfsmyndatökur séu hápunktur hégómans. „Gagnrýnin beinist að virðingarleysinu sem kemur fram þegar fólk virðist ekki skilja táknrænt samhengi aðstæðna og umhverfis. Viðbrögð okkar eiga ekki að vera þau að banna alfarið eða leggjast gegn myndatökum á staðnum. Slíkt væri heldur ekki gott því minnismerkjum er jú ætlað að vekja athygli á því sem hefur átt sér stað. Mögulega er svarið við þessu öllu að hluta til það að „gestgjafinn“ minni betur og ítarlegar gesti sína á hvers konar stað þau eru komin á með upplýsingagjöf og ábendingum. En ábyrgðin hlýtur alltaf að stærstum hluta að liggja hjá gestunum sjálfum. Mér ber alltaf skylda til að kynna mér samhengi og tengsl í þeim aðstæðum sem ég sjálfur sækist eftir að koma mér í,“ segir Henry Alexander.
Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Tengdar fréttir Spara eigi stóru orðin gagnvart fólki í allsnægtarfréttum Siðfræðingur segir að varla sé hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með fréttaflutningi sínum. Mikilvægt sé að passa sig á að ganga ekki of harkalega með siðavöndinn og hneykslast. Hið versta sem gæti gerst sé að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat. 28. júlí 2023 16:00 Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Lífið Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman „No Hingris Honly Mandarin“ Arnar Grant flytur í Vogahverfið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Myndband: Sungu snjókorn falla á íslensku táknmáli Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Silkimjúkur kaffibrúnn er litur ársins 2025 Nanna hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Sandra heitir ekki Barilli Arnór hættur með Sögu Ólík hlutskipti Gunna og Felix Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Sjá meira
Spara eigi stóru orðin gagnvart fólki í allsnægtarfréttum Siðfræðingur segir að varla sé hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með fréttaflutningi sínum. Mikilvægt sé að passa sig á að ganga ekki of harkalega með siðavöndinn og hneykslast. Hið versta sem gæti gerst sé að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat. 28. júlí 2023 16:00