Lífið samstarf

Auðveld gólfþrif og engin glasaför

Bæt um betur

Auðveld gólfþrif og engin glasaför hljóma eins og draumur í hvaða eldhúsi sem er. Í þáttunum Bætt um betur leynast ýmsar góðar lausnir fyrir fólk í framkvæmdahug.

Þau Ragnar og Hanna Stína tóku veitinga- og skemmtistaðinn Sólon í gegn í sjónvarpsþættinum Bætt um betur og völdu vínilflísar með viðaráferð frá Gólfefnavali á gólfin, bæði uppi og niðri, sérstaklega harðgert gólfefni sem er þó mjúkt undir tá, bætir hljóðvist og er auðvelt að þrífa. Það sem gerir þetta gólfefni líka svo skemmtilegt er að hægt er að raða flísunum saman í munstur eins og Ragnar og Hanna Stína gerðu á Sólon. Svona gólf væri frábært í eldhúsið heima.

Á borðin á neðri hæðinni notuðu þau  kvartstein sem er sterkari en marmari og tekur ekki í sig bletti og glasaför. Það eru snilldar kostir á veitingastað en ekki síður fyrir heimili þar sem oft gengur ýmislegt á í eldhúsinu. Kvartsteininn kemur frá Steinlausnum.

Breytingarnar sem gerðar voru á Sólon hafa sterka tengingu í Art Deco stílinn og tókust einstaklega vel. Hér má sjá „moodboard“ sem sett var saman fyrir framkvæmdirnar.

Veggmyndin er raffia veggfóður sem sýnir sólarganginn.

Veggljósin á speglunum á gluggaveggjunum heita Yaounde frá Lýsingu og hönnun.

Ragnar og Hanna Stína létu sérsmíða bogahillur á barinn með LED lýsingu. Innan í í bogunum eru kampavínslitaðir speglar frá Íspan. Veggliturinn á neðri hæðinni heitir Desert pink frá Sérefni.

Upprunalega loftið á staðnum var látið halda sér og rammarnir lýstir upp með LED lýsingu og nýjum loftljósum frá Lýsingu og Hönnun sem heita Yerevan . Barinn er klæddur með Rattan veggfóðri frá Sérefni og tengist þá stólunum og veggfóðrinu sem er í stiganganginum - veggfóðrið heitir Symbyosis.

Hér má sjá klippu úr þættinum:

Klippa: Algjör umbreyting á Sólon

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.