Lífið

Hittust í leyni á bíla­stæðum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hjónin opna sig upp á gátt í nýjum þáttum.
Hjónin opna sig upp á gátt í nýjum þáttum. EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH

Victoria Beck­ham og David Beck­ham hittust í leyni á bíla­stæðum í ár­daga sam­bands þeirra. Um­boðs­maður krydd­píunnar mælti með því að þau myndu halda sam­bandinu leyndu, fyrst um sinn.

Þetta kemur fram í nýrri stiklu úr væntan­legri heimildar­þátta­röð um breska stjörnuparið sem kemur út á Net­flix. Í seríunni er fjallað um sam­band hjónanna í fjórum þáttum.

„Um­boðs­maðurinn minn tönnlaðist á því að við ættum að reyna að halda þessu leyndu. Þannig að við hittumst á bíla­stæðum. Það er ekki eins subbu­legt og það hljómar,“ segir Victoria á léttum nótum.

Hjónin hófu að stinga saman nefjum árið 1997. Þau hittust í fyrsta sinn á leik Manchester United, liði David. Fót­bolta­maðurinn hefur áður lýst því hvernig þau hafi spjallað tímunum saman á svæði leik­manna á Old Traf­ford þennan sama dag. Þau hafi aldrei litið um öxl.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.