Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. september 2023 20:00 Sigurður Ingi, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu fyrir skemmtiferðaskip í dag. Vísir/Einar Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð í dag, og þar með var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt hér á landi. Skipið sem um ræðir er norskt og heitir Maud í höfuðið á skipi Amundsen, þess fræga norska landkönnuðar. Þegar skemmtiferðaskip eru landtengd er slökkt á vélunum á meðan þau liggja við bryggju. Sigurður Ingi segir mikilvægt skref hafa verið stigið í dag. „Við höfum sagt að orkuskiptin séu framtíðin. Það er rangt, þau eru nútíðin. Við höfum verið að styrkja hafnir sem hafa verið að byggjast upp. Þær hafa verið að fara í orkuskipti, Faxaflóahafnir eru auðvitað lang stærsta hafnasamfélagið og hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Þess vegna er þetta mikilvægt skref. Skemmtiferðaskipin ramma þetta inn en þau eru um leið áminning, áskorun um að auðvitað verðum við að gera þetta og nýta okkar frábæru grænu orku til þess að létta á umhverfinu.“ Nauðsynlegt að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu Skemmtiferðaskip eru umdeild og samkvæmt Sigurði er unnið að því að styrkja tekjugrunn þeirra. „Það er margt jákvætt við skemmtiferðaskipin, þau dreifa ferðamönnum betur en margt annað. Ég held að þau komi við í þrjátíu og einum höfnum, meðan við erum kannski aðalega með einn flugvöll. Dreifingin er þar af leiðandi umtalsvert meiri. En við þurfum auðvitað að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu og ferðamálaráðherra hefur verið með ákveðnar hugmyndir uppi um það.“ Auk Sigurðar Inga hélt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafn ávarp, auk Gunnars Tryggvasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Þórdís Lóa og Sigurður Ingi gengust bæði undir aðgerð á dögunum og studdust við hækjur. Vísir/Einar Aðspurður um kostnað við landtenginguna segir Sigurður hana umtalsverða, hann sé þó ekki alveg með á hreinu um hvaða upphæðir ræðir. „Á landsvísu erum við að tala um þónokkuð marga milljarða. Þetta er hinsvegar fjárfesting sem skilar sér á allan hátt. Við erum þá auðvitað að nýta okkar eigin orku, samfélagið á orkuna. Við erum að nýta betur dreifikerfin. Svo erum við auðvitað að koma loftslaginu til verulegrar hjálpar með því að stöðva þessa mengun. Ekki síst frá skemmtiferðaskipunum sem eru kannski helsti gallinn, að mér finnst, við þeirra heimsóknir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Kostnaðurinn skili sér í verðskránni Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að með því að nota grænt rafmagn sé ekki verið að flytja mengununa til, heldur losa sig algjörlega við hana. „Landtengingin felur í sjálfu sér að skipin sem liggja við hafnarbakkann þurfa ekki að brenna olíu, og þurfa þá ekki að losa loftmengandi efnum eða gróðurhúsalofttegundum,“ segir Gunnar. Nú sé gert ráð fyrir að þrjátíu til fjörutíu prósent flotans sé tengjanlegur í rafmagn. Öll skip þurfi að vera tengd fyrir 2030 en Gunnar á von á að það raungerist fyrr hér á landi. Þá skili kostnaðurinn við verkefnið sér í verðskránni. „Við þurfum að selja rafmagnið dýrt. Það kostar sextíu og fimm krónur hjá okkur. Það er gert til að það skili sér fljótt til baka.“ Norska skemmtiferðaskipið Maud er það fyrsta sem tengdist nýrri langtengingu hér á landi.Vísir/Einar Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Orkumál Hafnarmál Reykjavík Orkuskipti Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð í dag, og þar með var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt hér á landi. Skipið sem um ræðir er norskt og heitir Maud í höfuðið á skipi Amundsen, þess fræga norska landkönnuðar. Þegar skemmtiferðaskip eru landtengd er slökkt á vélunum á meðan þau liggja við bryggju. Sigurður Ingi segir mikilvægt skref hafa verið stigið í dag. „Við höfum sagt að orkuskiptin séu framtíðin. Það er rangt, þau eru nútíðin. Við höfum verið að styrkja hafnir sem hafa verið að byggjast upp. Þær hafa verið að fara í orkuskipti, Faxaflóahafnir eru auðvitað lang stærsta hafnasamfélagið og hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Þess vegna er þetta mikilvægt skref. Skemmtiferðaskipin ramma þetta inn en þau eru um leið áminning, áskorun um að auðvitað verðum við að gera þetta og nýta okkar frábæru grænu orku til þess að létta á umhverfinu.“ Nauðsynlegt að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu Skemmtiferðaskip eru umdeild og samkvæmt Sigurði er unnið að því að styrkja tekjugrunn þeirra. „Það er margt jákvætt við skemmtiferðaskipin, þau dreifa ferðamönnum betur en margt annað. Ég held að þau komi við í þrjátíu og einum höfnum, meðan við erum kannski aðalega með einn flugvöll. Dreifingin er þar af leiðandi umtalsvert meiri. En við þurfum auðvitað að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu og ferðamálaráðherra hefur verið með ákveðnar hugmyndir uppi um það.“ Auk Sigurðar Inga hélt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafn ávarp, auk Gunnars Tryggvasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Þórdís Lóa og Sigurður Ingi gengust bæði undir aðgerð á dögunum og studdust við hækjur. Vísir/Einar Aðspurður um kostnað við landtenginguna segir Sigurður hana umtalsverða, hann sé þó ekki alveg með á hreinu um hvaða upphæðir ræðir. „Á landsvísu erum við að tala um þónokkuð marga milljarða. Þetta er hinsvegar fjárfesting sem skilar sér á allan hátt. Við erum þá auðvitað að nýta okkar eigin orku, samfélagið á orkuna. Við erum að nýta betur dreifikerfin. Svo erum við auðvitað að koma loftslaginu til verulegrar hjálpar með því að stöðva þessa mengun. Ekki síst frá skemmtiferðaskipunum sem eru kannski helsti gallinn, að mér finnst, við þeirra heimsóknir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Kostnaðurinn skili sér í verðskránni Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að með því að nota grænt rafmagn sé ekki verið að flytja mengununa til, heldur losa sig algjörlega við hana. „Landtengingin felur í sjálfu sér að skipin sem liggja við hafnarbakkann þurfa ekki að brenna olíu, og þurfa þá ekki að losa loftmengandi efnum eða gróðurhúsalofttegundum,“ segir Gunnar. Nú sé gert ráð fyrir að þrjátíu til fjörutíu prósent flotans sé tengjanlegur í rafmagn. Öll skip þurfi að vera tengd fyrir 2030 en Gunnar á von á að það raungerist fyrr hér á landi. Þá skili kostnaðurinn við verkefnið sér í verðskránni. „Við þurfum að selja rafmagnið dýrt. Það kostar sextíu og fimm krónur hjá okkur. Það er gert til að það skili sér fljótt til baka.“ Norska skemmtiferðaskipið Maud er það fyrsta sem tengdist nýrri langtengingu hér á landi.Vísir/Einar
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Orkumál Hafnarmál Reykjavík Orkuskipti Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira