Lífið

Baðherbergið hjá Sögu Sig og Villa fékk nýtt líf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vilhelm og Saga búa í einstaklega fallegri íbúð í miðborginni.
Vilhelm og Saga búa í einstaklega fallegri íbúð í miðborginni.

Ljósmyndarinn Saga Sig og listamaðurinn og fjölmiðlamaðurinn Vilhelm Anton búa saman í fallegri íbúð við Lindargötuna í Reykjavík.

Saga hússins er skemmtileg því upphaflega var það byggt fyrir sælgætisverksmiðjuna Freyju.

Í síðasta þætti af heimilis- og lífstílsþættinum Bætt um betur á Stöð 2 var fylgst með þegar sérfræðingarnir höfðu yfirumsjón með því þegar baðherbergið var tekið í gegn hjá parinu. Útkoman virkilega smekkleg eins og sjá má hér að neðan.

Í þáttunum aðstoða innanhússarkitektarnir Ragnar Sigurðsson og Hanna Stína fólk sem langar að breyta til heima hjá sér og vantar góð ráð frá fagfólki.

Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+.

Klippa: Baðherbergið hjá Sögu Sig og Villa fékk nýtt líf





Fleiri fréttir

Sjá meira


×