„Hafið vit á að dæma hlutina rétt og ekki taka þetta af liðinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. september 2023 19:15 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét FH tapaði 2-3 gegn Þrótti á heimavelli. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var brjálaður út í dómgæsluna þar sem löglegt mark var tekið af FH. „Mér skilst að leikurinn hafi haft jöfnunarmark eftir að hafa fengið að heyra að þetta hafi verið mark þá er ótrúlega sárt að það séu aðilar sem taka þetta af liðinu,“ sagði Guðni Eiríksson eftir leik. Í uppbótartíma skoraði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. „Það var enginn að óska eftir flaggi og þetta var ótrúlegt. Ég sagði við aðstoðardómarann að ég ætlaði rétt að vona að þetta væri rétt hjá honum. Hann sagði að þetta hafi verið klár rangstaða en ég tek það fram að ég á eftir að sjá atvikið aftur en ef að þetta er rangt þá er þetta svo dýrt og vont.“ „Ég þoli ekki svona, hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik.“ Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að fá stig. „Mörkin sem við fengum á okkur voru dýr. Í stöðunni 0-0 fannst mér við vera ofan á. Fyrsta markið fór í stöngina og í bakið á markmanninum og í öðru markinu gerði Aldís mistök og þriðja markið var vítaspyrna. Þetta var högg eftir högg eftir högg.“ „En við gáfumst ekki upp og út á það snýst liðsíþróttin og út á það gengur liðsíþróttin og framlagið, viljinn og dugnaðurinn var frábær. Þetta vill maður að liðið standi fyrir og ég gat ekki beðið um neitt meira frá liðinu.“ „Liðið sýndi að þeim er ekki sama og það lagði sig fram. En aftur ef markið var tekið af okkur þá verð ég brjálaður.“ Guðni var svekktur með mörkin sem FH fékk á sig í fyrri hálfleik og benti á að þetta var ekki í fyrsta sinn sem lukkan var með Þrótti gegn þeim. „Mörkin í fyrri hálfleik komu upp úr engu sem er mjög pirrandi. Í fyrsta leiknum á móti okkur fengu þær tvö víti í fyrri hálfleik. Hlutirnir hafa fallið með Þrótti á móti okkur og það er pirrandi,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
„Mér skilst að leikurinn hafi haft jöfnunarmark eftir að hafa fengið að heyra að þetta hafi verið mark þá er ótrúlega sárt að það séu aðilar sem taka þetta af liðinu,“ sagði Guðni Eiríksson eftir leik. Í uppbótartíma skoraði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. „Það var enginn að óska eftir flaggi og þetta var ótrúlegt. Ég sagði við aðstoðardómarann að ég ætlaði rétt að vona að þetta væri rétt hjá honum. Hann sagði að þetta hafi verið klár rangstaða en ég tek það fram að ég á eftir að sjá atvikið aftur en ef að þetta er rangt þá er þetta svo dýrt og vont.“ „Ég þoli ekki svona, hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik.“ Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að fá stig. „Mörkin sem við fengum á okkur voru dýr. Í stöðunni 0-0 fannst mér við vera ofan á. Fyrsta markið fór í stöngina og í bakið á markmanninum og í öðru markinu gerði Aldís mistök og þriðja markið var vítaspyrna. Þetta var högg eftir högg eftir högg.“ „En við gáfumst ekki upp og út á það snýst liðsíþróttin og út á það gengur liðsíþróttin og framlagið, viljinn og dugnaðurinn var frábær. Þetta vill maður að liðið standi fyrir og ég gat ekki beðið um neitt meira frá liðinu.“ „Liðið sýndi að þeim er ekki sama og það lagði sig fram. En aftur ef markið var tekið af okkur þá verð ég brjálaður.“ Guðni var svekktur með mörkin sem FH fékk á sig í fyrri hálfleik og benti á að þetta var ekki í fyrsta sinn sem lukkan var með Þrótti gegn þeim. „Mörkin í fyrri hálfleik komu upp úr engu sem er mjög pirrandi. Í fyrsta leiknum á móti okkur fengu þær tvö víti í fyrri hálfleik. Hlutirnir hafa fallið með Þrótti á móti okkur og það er pirrandi,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira