Á Stöð 2 Sport hefst dagurinn á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM u-21 árs karlalandsliða í fótbolta. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20.
Klukkan 18:35 hefjum við beina útsendingu á Vodafone Sport frá leik Noregs og Georgíu í undankeppni EM 2024 karla í fótbolta.
Þá er Lokasóknin, uppgjörsþáttur NFL deildarinnar á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20:00.
Á Stöð 2 Esport hefst bein útsending frá Ljósleiðaradeildinni í CS:GO klukkan 19:15.