„Þetta er það ljótasta sem einhver gæti sagt um mig“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. september 2023 07:00 Tilfinningarnar báru Birgittu Líf ofurliði eins og sjá má í fyrsta þættinum af LXS. Stöð 2 Birgitta Líf Björnsdóttir tók gagnrýni á fyrstu seríu raunveruleikaþáttanna LXS, í útvarpsþættinum Lestinni í Ríkisútvarpinu, afar nærri sér. Þetta má sjá í broti úr fyrsta þætti annarrar seríu þáttanna sem frumsýnd er í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2+. „Ég held ég hafi bara verið brothætt akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Birgitta um gagnrýnina í brotinu sem horfa má á hér fyrir neðan. Gagnrýnin vakti töluverða athygli. Stelpurnar í LXS hafa áður gert stólpagrín að gagnrýninni í eigin klippu þegar tilkynnt var að sería tvö væri í bígerð. Hefði viljað sjá stelpurnar missa stjórn á sér Í gagnrýninni, sem bar yfirskriftina „Raunveruleiki leiðinlegasta folks sem þú þekkir,“ voru þættirnir gagnrýndir fyrir að hafa ekki náð því að vera meira en einhvers konar heimildarmynd um frekar þurran vinahóp. „Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu,“ var meðal annars sagt um þættina. Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í greininni. Eins og snjóbolti Birgitta Líf lýsir því í klippunni að frumsýning fyrri seríunnar hafi tekist vel til. Síðan hafi hins vegar strákarnir í Æði óvænt skotið á stelpurnar og gagnrýnin í Lestinni birst á sama tíma. Fólk megi hafa sínar skoðanir á stelpunum en þetta hafi verið of mikið á þessum tíma. „Síðan varð þetta ótrúlega persónulegt á mig og nokkrar af okkur og þá fékk maður bara svona, ég brotnaði bara niður. En það er líka bara eðlilegt, það var ekkert endilega bara út af þessu, þetta var snjóbolti og allt kom á sama tíma, þar til að maður sprakk.“ Birgitta var miður sín vegna ummælanna og hágrét í hópskilaboðum sem hún sendi vinkonum sínum í LXS. Hún segist ekki hafa getað meir á þessum tímapunkti og furðaði sig í skilaboðunum til vinkvenna sinna að einhver gæti sagt eitthvað svona ljótt um sig. „Af hverju er verið að tala svona um mig eða segja þetta eða hitt? Ég get ekki séð að ég sé að gera slæma hluti gagnvart neinum og þó ég segi sjálf frá er ég bara rosalega góð manneskja og ég kom heim og hágrét og leyfði mér að líða illa í smá tíma.“ Fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Þátturinn verður svo aðgengilegur á Stöð 2+ strax í kjölfarið. Klippa: Birgitta Líf brotnar saman í fyrsta þætti af LXS LXS Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
„Ég held ég hafi bara verið brothætt akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Birgitta um gagnrýnina í brotinu sem horfa má á hér fyrir neðan. Gagnrýnin vakti töluverða athygli. Stelpurnar í LXS hafa áður gert stólpagrín að gagnrýninni í eigin klippu þegar tilkynnt var að sería tvö væri í bígerð. Hefði viljað sjá stelpurnar missa stjórn á sér Í gagnrýninni, sem bar yfirskriftina „Raunveruleiki leiðinlegasta folks sem þú þekkir,“ voru þættirnir gagnrýndir fyrir að hafa ekki náð því að vera meira en einhvers konar heimildarmynd um frekar þurran vinahóp. „Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu,“ var meðal annars sagt um þættina. Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í greininni. Eins og snjóbolti Birgitta Líf lýsir því í klippunni að frumsýning fyrri seríunnar hafi tekist vel til. Síðan hafi hins vegar strákarnir í Æði óvænt skotið á stelpurnar og gagnrýnin í Lestinni birst á sama tíma. Fólk megi hafa sínar skoðanir á stelpunum en þetta hafi verið of mikið á þessum tíma. „Síðan varð þetta ótrúlega persónulegt á mig og nokkrar af okkur og þá fékk maður bara svona, ég brotnaði bara niður. En það er líka bara eðlilegt, það var ekkert endilega bara út af þessu, þetta var snjóbolti og allt kom á sama tíma, þar til að maður sprakk.“ Birgitta var miður sín vegna ummælanna og hágrét í hópskilaboðum sem hún sendi vinkonum sínum í LXS. Hún segist ekki hafa getað meir á þessum tímapunkti og furðaði sig í skilaboðunum til vinkvenna sinna að einhver gæti sagt eitthvað svona ljótt um sig. „Af hverju er verið að tala svona um mig eða segja þetta eða hitt? Ég get ekki séð að ég sé að gera slæma hluti gagnvart neinum og þó ég segi sjálf frá er ég bara rosalega góð manneskja og ég kom heim og hágrét og leyfði mér að líða illa í smá tíma.“ Fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Þátturinn verður svo aðgengilegur á Stöð 2+ strax í kjölfarið. Klippa: Birgitta Líf brotnar saman í fyrsta þætti af LXS
LXS Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“