Valdi að verða sextug í stað þess að flytja til Eþíópíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 16:50 Yrsa Sigurðardóttir við hlið sinnar gömlu metsölubókar Kulda, sem nú er komin út í nýrri útgáfu í tilefni af frumsýningu nýrrar myndar. Vísir/Vilhelm Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning og margfaldur metsöluhöfundur, fagnar sextugsafmæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stórafmælið með pompi og prakt í febrúar að jólabókaflóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, samnefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvikmyndahús í næstu viku. „Dagurinn minn er bara búinn að vera krúttlegur. Ég fór í mat til mömmu og pabba í hádeginu og svo var það kaka á eftir,“ segir rithöfundurinn í samtali við Vísi. „Það var tvennt í boði. Að flytja til Eþíópíu, þar sem árið er 2016 ef ég man þetta rétt, og þeir eru af einhverjum ástæðum sjö árum á eftir, eða bara að suck it up,“ segir Yrsa hlæjandi. Í næstu viku kemur út kvikmyndin Kuldi, í leikstjórn Erlings Thoroddsen og byggir hún á samnefndri metsölubók Yrsu sem kom út árið 2012. Yrsa kveðst vera spenntari fyrir myndinni en eigin stórafmæli. „Ég hlakka svo til að sjá hana og það er svo gaman að sjá hvað það eru flottir leikarar í henni. Ég held að Erlingur sé hárréttur maður í þetta. Ég fæ bara að sjá myndina á forsýningunni og get eiginlega ekki beðið.“ Eiginmaður Yrsu, Ólafur Þór Þórhallsson, verður sextugur í febrúar og segist Yrsa ætla að halda upp á sitt eigið stórafmæli með eiginmanninum við það tilefni. Hvað ætlarðu svo að gera í kvöld? „Ég veit það ekki, ætli ég skrifi ekki bara,“ segir Yrsa hlæjandi. „Þetta er algjörlega sjálfri mér að kenna, ég er alltaf í einhverri sjálfheldu á sumrin að skrifa. Að byrja fyrr, það er trikkið, en ég virðist ekki geta náð því. Þetta er einhver greindarskortur.“ Er pressan fyrir jólin farin að segja til sín? „Já, það er venjulega á þessum tíma, svona í ágúst, sem hún fer að segja til sín.“ Bíó og sjónvarp Bókmenntir Tímamót Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. 30. júní 2023 11:02 Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8. júlí 2023 20:00 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Sjá meira
„Dagurinn minn er bara búinn að vera krúttlegur. Ég fór í mat til mömmu og pabba í hádeginu og svo var það kaka á eftir,“ segir rithöfundurinn í samtali við Vísi. „Það var tvennt í boði. Að flytja til Eþíópíu, þar sem árið er 2016 ef ég man þetta rétt, og þeir eru af einhverjum ástæðum sjö árum á eftir, eða bara að suck it up,“ segir Yrsa hlæjandi. Í næstu viku kemur út kvikmyndin Kuldi, í leikstjórn Erlings Thoroddsen og byggir hún á samnefndri metsölubók Yrsu sem kom út árið 2012. Yrsa kveðst vera spenntari fyrir myndinni en eigin stórafmæli. „Ég hlakka svo til að sjá hana og það er svo gaman að sjá hvað það eru flottir leikarar í henni. Ég held að Erlingur sé hárréttur maður í þetta. Ég fæ bara að sjá myndina á forsýningunni og get eiginlega ekki beðið.“ Eiginmaður Yrsu, Ólafur Þór Þórhallsson, verður sextugur í febrúar og segist Yrsa ætla að halda upp á sitt eigið stórafmæli með eiginmanninum við það tilefni. Hvað ætlarðu svo að gera í kvöld? „Ég veit það ekki, ætli ég skrifi ekki bara,“ segir Yrsa hlæjandi. „Þetta er algjörlega sjálfri mér að kenna, ég er alltaf í einhverri sjálfheldu á sumrin að skrifa. Að byrja fyrr, það er trikkið, en ég virðist ekki geta náð því. Þetta er einhver greindarskortur.“ Er pressan fyrir jólin farin að segja til sín? „Já, það er venjulega á þessum tíma, svona í ágúst, sem hún fer að segja til sín.“
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Tímamót Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. 30. júní 2023 11:02 Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8. júlí 2023 20:00 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. 30. júní 2023 11:02
Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. 8. júlí 2023 20:00