„Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 19:45 Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson ásamt umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni. Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er genginn í raðir belgíska félagsins Eupen frá Íslendingaliðinu Lyngby í Danmörku. Hann segist spenntur að komast aftur í belgísku deildina. Alfreð skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og þurfti Eupen að greiða 2 milljónir danskar krónur fyrir framherjann eða því sem samsvarar tæplega 39 milljónir íslenskra króna. „Þetta kom mjög fljótt upp í lok síðustu viku. Ég framlengdi samning minn í sumar við Lyngby og maður var með fullan huga við það að vera þar áfram og ekki í neinum hugleiðingum að fara. Svo þegar þetta kemur upp þá er tenging við Guðlaug Victor og ég þekki þjálfarann frá Þýskalandi. Og að geta farið í aðeins sterkari deil og svo spilaði stóra rullu að fá tveggja ára samning,“ segir Alfreð í samtali við fréttastofu. Atvinnumannaferill Alfreðs spannar tólf ár og er Eupen annað liðið í Belgíu sem hann leikur fyrir, en hann gekk í raðir Lokeren frá Breiðabliki árið 2011. Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur hann einnig leikið fyrir lið á borð við Heerenven í Hollandi, Real Sociedad á Spáni, Olympiakos í Grikklandi og Augsburg í Þýskalandi. Og nú síðast hjá Lyngby. Frábær klúbbur fyrir unga „Ég var ekki að leitast eftir því að fara frá Lyngby, alls ekki. Vinnuumhverfið þar er frábært þó það sé alveg hægt að bæta eitthvað. Þeir vita alveg hvar þeir standa í fæðukeðjunni og þetta er frábær klúbbur fyrir unga leikmenn.“ Andri Lucas Guðjohnsen gekk í raðir Lyngby á láni fyrr í dag og mun því að öllum líkindum taka við stöðu Alfreðs hjá félaginu. „Sævar og Kolli munu taka mjög vel á móti Andra Lucasi og hann fyllir upp í Íslendingakvótann þarna, það verða allavega að vera þrír svo dæmið gangi upp. Þetta er frábær staður fyrir hann að vera með Freysa og hann mun eiga gott tímabil og skora sín mörk.“ Hjá Eupen hittir Alfreð fyrir samherja sinn hjá íslenska landsliðinu en Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir félagsins frá DC United. Þeir hafa áður spilað saman hjá félagsliði, í yngri flokkum Fjölnis. „Ég og Gulli höfðum þekkst síðan við vorum átta, níu ára. Við ólumst báðir upp í Grafarvoginum og spiluðum saman í Fjölni í gamla daga. Þetta hefur sennilega verið í kringum árið 2000 eða eitthvað svoleiðis. Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu, að við værum báðir yfir þrítugt að spila saman fyrir Eupen.“ Fótbolti Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Sjá meira
Alfreð skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og þurfti Eupen að greiða 2 milljónir danskar krónur fyrir framherjann eða því sem samsvarar tæplega 39 milljónir íslenskra króna. „Þetta kom mjög fljótt upp í lok síðustu viku. Ég framlengdi samning minn í sumar við Lyngby og maður var með fullan huga við það að vera þar áfram og ekki í neinum hugleiðingum að fara. Svo þegar þetta kemur upp þá er tenging við Guðlaug Victor og ég þekki þjálfarann frá Þýskalandi. Og að geta farið í aðeins sterkari deil og svo spilaði stóra rullu að fá tveggja ára samning,“ segir Alfreð í samtali við fréttastofu. Atvinnumannaferill Alfreðs spannar tólf ár og er Eupen annað liðið í Belgíu sem hann leikur fyrir, en hann gekk í raðir Lokeren frá Breiðabliki árið 2011. Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur hann einnig leikið fyrir lið á borð við Heerenven í Hollandi, Real Sociedad á Spáni, Olympiakos í Grikklandi og Augsburg í Þýskalandi. Og nú síðast hjá Lyngby. Frábær klúbbur fyrir unga „Ég var ekki að leitast eftir því að fara frá Lyngby, alls ekki. Vinnuumhverfið þar er frábært þó það sé alveg hægt að bæta eitthvað. Þeir vita alveg hvar þeir standa í fæðukeðjunni og þetta er frábær klúbbur fyrir unga leikmenn.“ Andri Lucas Guðjohnsen gekk í raðir Lyngby á láni fyrr í dag og mun því að öllum líkindum taka við stöðu Alfreðs hjá félaginu. „Sævar og Kolli munu taka mjög vel á móti Andra Lucasi og hann fyllir upp í Íslendingakvótann þarna, það verða allavega að vera þrír svo dæmið gangi upp. Þetta er frábær staður fyrir hann að vera með Freysa og hann mun eiga gott tímabil og skora sín mörk.“ Hjá Eupen hittir Alfreð fyrir samherja sinn hjá íslenska landsliðinu en Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir félagsins frá DC United. Þeir hafa áður spilað saman hjá félagsliði, í yngri flokkum Fjölnis. „Ég og Gulli höfðum þekkst síðan við vorum átta, níu ára. Við ólumst báðir upp í Grafarvoginum og spiluðum saman í Fjölni í gamla daga. Þetta hefur sennilega verið í kringum árið 2000 eða eitthvað svoleiðis. Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu, að við værum báðir yfir þrítugt að spila saman fyrir Eupen.“
Fótbolti Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Sjá meira