Lífið

Leiðréttir uppskrift að súpunni frægu: Ekki 120 grömm hvítlauk heldur 15

Árni Sæberg skrifar
Súpa Svanhildar er vinsæl, allavega þegar það er ekki áttfalt magn af hvítlauk í henni.
Súpa Svanhildar er vinsæl, allavega þegar það er ekki áttfalt magn af hvítlauk í henni. Vísir/Vilhelm

Svanhildur Hólm Valsdóttir, fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs Íslands, hefur fundið sig knúna til þess að leiðrétta uppskrift að Davíkursúpunni frægu sem birt var opinberlega um helgina. Upphafleg uppskrift hljóðaði upp á áttfalt meiri hvítlauk en æskilegt er.

Um helgina birtist uppskrift að súpu sem Svanhildur og Logi Bergmann Eiðsson hafa boðið gestum Fiskidagsins mikla upp á í fjölda ára á mbl.is.

Í viðtali við Svanhildi sagði að hún hefði skalað uppskriftina niður í hóflegri skammt en venjulega, fyrir fjóra til fimm frekar svanga. Eitthvað hefur farið úrskeiðis því upphaflega stóð að setja ætti heil 120 grömm af hvílauk í súpuna.

„Ég fékk fyrirspurn frá ágætri konu um súpuuppskrift frá mér sem mbl.is birti um helgina. Ég ætla að vona að fólk hafi ekki prófað hana þegar og lent í ógöngum, því eitthvað hefur skolast til við birtingu. Það eru sem sagt ekki 120 grömm af hvítlauk í þessari súpu heldur 15,“ segir í færslu Svanhildar á Facebook.

Uppskriftina má sjá í sínu rétta formi í færslunni hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×