Innlent

Steypa kant og setja upp girðingu til að auka öryggi á Selfossi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umrædd gangbraut sést vinstra megin á myndinni. Þar til hægri má greina gat í eyjunni frá hringtorginu sem heyrir brátt sögunni til.
Umrædd gangbraut sést vinstra megin á myndinni. Þar til hægri má greina gat í eyjunni frá hringtorginu sem heyrir brátt sögunni til. Vísir/Egill

Vinstri beygjur af bílastæði við Hótel Selfoss og inn á Eyrarveg heyra brátt sögunni til. Þá þurfa vegfarendur að nota gangbraut til að stökkva yfir götuna því girðingu verður komið upp á eyju á veginum.

Framkvæmdirnar eru liður Vegagerðarinnar í því að bæta umferðaröryggi á svæðinu. Um er að ræða miðeyju sem liggur frá hringtorginu við Mathöllina á Selfossi að gangbraut til móts við Hótel Selfoss.

Steyptur verður kantur og eyjan lokuð en til þessa hefur verið op í eyjunni sem hefur gefið ökumönnum á bílastæðinu við Hótel Selfoss og pylsuvagninn færi á að beygja til vinstri út af planinu. Eyjan verður nú lokuð frá hringtorginu og út að gangbraut í suðvesturátt.

Í fundargerð bæjarráðs segir að sett verði upp girðing í eyjunni sem nær frá hringtorginu að gangbrautinni. Hún eigi að hindra vinstri beygjur af hótelplaninu inn á Eyrarveg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×