Sport

Keppir á HM í frjálsum aðeins fjórum mánuðum eftir fæðingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shaunae Miller-Uibo er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í 400 metra hlaupi og ætlar að verja titilinn á HM.
Shaunae Miller-Uibo er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í 400 metra hlaupi og ætlar að verja titilinn á HM. Getty/Christian Petersen

Shaunae Miller-Uibo hefur verið ein stærsta frjálsíþróttastjarna heimsins undanfarin ár en það bjuggust ekki margir við að sjá hana keppa á heimsmeistaramótinu í ár.

Bahameyska stjarnan ætlar hins vegar að keppa á HM í Búdapest aðeins fjórum mánuðum eftir að hún eignaðist soninn Maicel Uibo Jr.

Sportbladet

Miller-Uibo er gift eistneska tugþrautatkappanum Maicel Uibo og þau eignuðust sitt fyrsta barn 20. apríl síðastliðinn.

Miller-Uibo hefur unnið Ólympíugull í 400 metra hlaupi á tveimur síðustu Ólympíuleikum, Ríó 2016 og Tókýó 2021. Hún varð einnig heimsmeistari í sömu grein á HM í Eugene fyrir ári síðan.

„Hún sýnir mikið hugrekki að koma svona snemma til baka en ég tel að það sýnir ekki bara gott líkamlegt form hennar heldur einnig ást hennar á íþróttinni og þjóð sinni,“ sagði Drumeco Archer forseti frjálsíþróttasambands Bahamaeyja.

Heimsmeistaramótið verður þó ekki fyrsta keppni hennar á tímabilinu.

Hún hljóp fyrst í byrjun júlí, aðeins tveimur og hálfum mánuði eftir fæðingu.

Shaune Miller-Uibo er með lágmörk í bæði 200 og 400 metra hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×