Vel heppnað fjölskylduverkefni sem tvöfaldaði íbúafjöldann Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2023 15:40 Gunni og Felix komu fram í 20. skiptið á Neistaflugi þegar þeir fluttu lög á stórtónleikunum í gær. Aðsend Bæjarhátíðin Neistaflug í Neskaupstað fór mjög vel fram um helgina og telja skipuleggjendur að metfjöldi fólks hafi lagt leið sína í bæinn. Haldið var upp á þrjátíu ára afmæli hátíðarinnar í ár og því áhersla lögð á að hafa hana sérstaklega veglega að þessu sinni. María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Neistaflugs, segir helgina hafa gengið líkt og í sögu og lítið verið um afskipti lögreglu. Hátíðin hafi náð hámarki í gærkvöldi þegar blásið var til stórtónleika á knattspyrnuvelli Þróttar. „Ég spurði lögregluna í gær hvort það væri ekki allt í góðu og þá mættu þau bara á tónleikanna til að vera með, þannig að þetta er búið að vera mjög friðsælt og falleg hátíð hjá okkur. Sem betur fer,“ segir María í samtali við fréttastofu. Regnbogagata var máluð í Neskaupstað.Aðsend María bætir við að fjölmargir hafi mætt á tónleikana í gærkvöld og átt notalega stund þar sem Gunni og Felix, hljómsveitin Flott og Stjórnin stigu á stokk áður en talið var niður í flugeldasýningu. Skipuleggjendur séu sammála um að mun fleiri hafi verið í Neskaupstað nú en fyrri ár og giska á að íbúafjöldi hafi tvöfaldast. Stjórn hátíðarinnar: María Bóel framkvæmdastjóri, Guðjón Birgir, Guðrún Smáradóttir, Eyrún Björg og Sævar Steinn.aðsend Segja má að skipulagning Neistaflugs sé hálfgert fjölskylduverkefni en María skipar framkvæmdastjórn hennar ásamt systur sinni, móður og frænda, þeim Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Smáradóttur og Sævari Steini Friðrikssyni. Fimmti meðlimurinn, Guðjón Birgir Jóhannsson er svo náinn fjölskylduvinur. Neistaflug heldur áfram að draga fólk hvaðan æva að en María segir hátíðina ekki síður mikilvæga fyrir bæjarbúa. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé eitthvað um að vera hérna og við þurfum ekki alltaf að sækja eitthvað annað og leggja á okkur ferðalag til að upplifa menningarlega viðburði. Síðan er það að mestu fólki að kostnaðarlausu. Það skiptir svo miklu máli að það geta allir tekið þátt óháð stöðu í samfélaginu og efnahag, þannig að þetta gerir litla samfélagið okkar dýrmætara.“ Sápuboltamót fór fram um helgina.Aðsend Krakkar létu sig ekki vanta í kassabílarallý.Aðsend Fjarðabyggð Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Neistaflugs, segir helgina hafa gengið líkt og í sögu og lítið verið um afskipti lögreglu. Hátíðin hafi náð hámarki í gærkvöldi þegar blásið var til stórtónleika á knattspyrnuvelli Þróttar. „Ég spurði lögregluna í gær hvort það væri ekki allt í góðu og þá mættu þau bara á tónleikanna til að vera með, þannig að þetta er búið að vera mjög friðsælt og falleg hátíð hjá okkur. Sem betur fer,“ segir María í samtali við fréttastofu. Regnbogagata var máluð í Neskaupstað.Aðsend María bætir við að fjölmargir hafi mætt á tónleikana í gærkvöld og átt notalega stund þar sem Gunni og Felix, hljómsveitin Flott og Stjórnin stigu á stokk áður en talið var niður í flugeldasýningu. Skipuleggjendur séu sammála um að mun fleiri hafi verið í Neskaupstað nú en fyrri ár og giska á að íbúafjöldi hafi tvöfaldast. Stjórn hátíðarinnar: María Bóel framkvæmdastjóri, Guðjón Birgir, Guðrún Smáradóttir, Eyrún Björg og Sævar Steinn.aðsend Segja má að skipulagning Neistaflugs sé hálfgert fjölskylduverkefni en María skipar framkvæmdastjórn hennar ásamt systur sinni, móður og frænda, þeim Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Smáradóttur og Sævari Steini Friðrikssyni. Fimmti meðlimurinn, Guðjón Birgir Jóhannsson er svo náinn fjölskylduvinur. Neistaflug heldur áfram að draga fólk hvaðan æva að en María segir hátíðina ekki síður mikilvæga fyrir bæjarbúa. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé eitthvað um að vera hérna og við þurfum ekki alltaf að sækja eitthvað annað og leggja á okkur ferðalag til að upplifa menningarlega viðburði. Síðan er það að mestu fólki að kostnaðarlausu. Það skiptir svo miklu máli að það geta allir tekið þátt óháð stöðu í samfélaginu og efnahag, þannig að þetta gerir litla samfélagið okkar dýrmætara.“ Sápuboltamót fór fram um helgina.Aðsend Krakkar létu sig ekki vanta í kassabílarallý.Aðsend
Fjarðabyggð Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira