Vel heppnað fjölskylduverkefni sem tvöfaldaði íbúafjöldann Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2023 15:40 Gunni og Felix komu fram í 20. skiptið á Neistaflugi þegar þeir fluttu lög á stórtónleikunum í gær. Aðsend Bæjarhátíðin Neistaflug í Neskaupstað fór mjög vel fram um helgina og telja skipuleggjendur að metfjöldi fólks hafi lagt leið sína í bæinn. Haldið var upp á þrjátíu ára afmæli hátíðarinnar í ár og því áhersla lögð á að hafa hana sérstaklega veglega að þessu sinni. María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Neistaflugs, segir helgina hafa gengið líkt og í sögu og lítið verið um afskipti lögreglu. Hátíðin hafi náð hámarki í gærkvöldi þegar blásið var til stórtónleika á knattspyrnuvelli Þróttar. „Ég spurði lögregluna í gær hvort það væri ekki allt í góðu og þá mættu þau bara á tónleikanna til að vera með, þannig að þetta er búið að vera mjög friðsælt og falleg hátíð hjá okkur. Sem betur fer,“ segir María í samtali við fréttastofu. Regnbogagata var máluð í Neskaupstað.Aðsend María bætir við að fjölmargir hafi mætt á tónleikana í gærkvöld og átt notalega stund þar sem Gunni og Felix, hljómsveitin Flott og Stjórnin stigu á stokk áður en talið var niður í flugeldasýningu. Skipuleggjendur séu sammála um að mun fleiri hafi verið í Neskaupstað nú en fyrri ár og giska á að íbúafjöldi hafi tvöfaldast. Stjórn hátíðarinnar: María Bóel framkvæmdastjóri, Guðjón Birgir, Guðrún Smáradóttir, Eyrún Björg og Sævar Steinn.aðsend Segja má að skipulagning Neistaflugs sé hálfgert fjölskylduverkefni en María skipar framkvæmdastjórn hennar ásamt systur sinni, móður og frænda, þeim Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Smáradóttur og Sævari Steini Friðrikssyni. Fimmti meðlimurinn, Guðjón Birgir Jóhannsson er svo náinn fjölskylduvinur. Neistaflug heldur áfram að draga fólk hvaðan æva að en María segir hátíðina ekki síður mikilvæga fyrir bæjarbúa. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé eitthvað um að vera hérna og við þurfum ekki alltaf að sækja eitthvað annað og leggja á okkur ferðalag til að upplifa menningarlega viðburði. Síðan er það að mestu fólki að kostnaðarlausu. Það skiptir svo miklu máli að það geta allir tekið þátt óháð stöðu í samfélaginu og efnahag, þannig að þetta gerir litla samfélagið okkar dýrmætara.“ Sápuboltamót fór fram um helgina.Aðsend Krakkar létu sig ekki vanta í kassabílarallý.Aðsend Fjarðabyggð Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Neistaflugs, segir helgina hafa gengið líkt og í sögu og lítið verið um afskipti lögreglu. Hátíðin hafi náð hámarki í gærkvöldi þegar blásið var til stórtónleika á knattspyrnuvelli Þróttar. „Ég spurði lögregluna í gær hvort það væri ekki allt í góðu og þá mættu þau bara á tónleikanna til að vera með, þannig að þetta er búið að vera mjög friðsælt og falleg hátíð hjá okkur. Sem betur fer,“ segir María í samtali við fréttastofu. Regnbogagata var máluð í Neskaupstað.Aðsend María bætir við að fjölmargir hafi mætt á tónleikana í gærkvöld og átt notalega stund þar sem Gunni og Felix, hljómsveitin Flott og Stjórnin stigu á stokk áður en talið var niður í flugeldasýningu. Skipuleggjendur séu sammála um að mun fleiri hafi verið í Neskaupstað nú en fyrri ár og giska á að íbúafjöldi hafi tvöfaldast. Stjórn hátíðarinnar: María Bóel framkvæmdastjóri, Guðjón Birgir, Guðrún Smáradóttir, Eyrún Björg og Sævar Steinn.aðsend Segja má að skipulagning Neistaflugs sé hálfgert fjölskylduverkefni en María skipar framkvæmdastjórn hennar ásamt systur sinni, móður og frænda, þeim Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Smáradóttur og Sævari Steini Friðrikssyni. Fimmti meðlimurinn, Guðjón Birgir Jóhannsson er svo náinn fjölskylduvinur. Neistaflug heldur áfram að draga fólk hvaðan æva að en María segir hátíðina ekki síður mikilvæga fyrir bæjarbúa. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé eitthvað um að vera hérna og við þurfum ekki alltaf að sækja eitthvað annað og leggja á okkur ferðalag til að upplifa menningarlega viðburði. Síðan er það að mestu fólki að kostnaðarlausu. Það skiptir svo miklu máli að það geta allir tekið þátt óháð stöðu í samfélaginu og efnahag, þannig að þetta gerir litla samfélagið okkar dýrmætara.“ Sápuboltamót fór fram um helgina.Aðsend Krakkar létu sig ekki vanta í kassabílarallý.Aðsend
Fjarðabyggð Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira