- Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.
Þá er opin hurð til að breyta. Þú þrífst ekki bara í öryggi eins og mörg önnur merki heldur þarf að vera áskorun og einhverskonar áhætta til þess að þú njótir þín til fulls.
Litur þinn er fjólublár sem líka litur höfuðstöðvarinnar. Merkilegt er hvað þú getur séð hvað margt hefur lukkast svo afskaplega vel í lífi þínu. Og viljastyrkurinn þinn, krafturinn og húmorinn til að ýta lífinu úr vör springur svo sannarlega út á næstu 90 dögum.
Það eina sem þú þarft að skoða er að vera ekki of einsdrengingslegur og geta gefið þér að þú hefur það afl til að skipta um skoðun á hverju sem er. Það gerir þig bara að betri manneskju. Þú átt eftir að njóta ágúst mánaðar, finna hamingju í hinu litla og smáa í kringum þig því að það er svo sannarlega rétt að margt smátt gerir eitt stórt. Leyfðu þér að hvíla þig þegar þú ert þreyttur og leyfðu þér að VERA.
Leyfðu ævintýrunum að koma til þín því þau birtast þér eitt af öðru. Þú ert að fara að skrifa undir, gera merkilega samninga þegar líða tekur á þennan tíma og jafnvel fleiri en einn samning, þetta getur boðað þér verkefni og nýja stöðu og sterkan frama.
Samningar eru ekki endilega undirritaðir pappírar heldur geta líka verið af öðrum toga. Þú átt eftir að taka vini þína eða nákomna með inn í sérstök ævintýri, átt eftir að skapa pláss fyrir fleira fólk inn í orkunni þinni og svo sannarlega sýna það að þú hefur leiðtogann í þér.
Þetta er eins og þú sért í tölvuleik, þú færð auka líf hvað eftir annað og kemst á næsta „LEVEL“. ,
Knús og kossar
Sigga Kling

Ingvar E. Sigurðsson, leikari, 22. nóvember
Brendan Fraser, leikari, 3. desember
Nicki Minaj, rappari, 8. desember
Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi), grínisti, 9. desember
Taylor Swift, söngkona, 13. desember
Edda Falak, hlaðvarpsstjórnandi, 14. desember
Brad Pitt, leikari, 18. desember