Lífið

Fann ástina í örmum barna­stjörnunnar úr Love Actu­ally

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Talulah Riley og Thomas Brodie-Sangster kynntust fyrst árið 2021 og greindu frá því í fyrra að þau væru byrjuð saman. Ástin hefur blómstrað hjá parinu síðan.
Talulah Riley og Thomas Brodie-Sangster kynntust fyrst árið 2021 og greindu frá því í fyrra að þau væru byrjuð saman. Ástin hefur blómstrað hjá parinu síðan. Getty/Dave Benett

Talulah Riley, leikkona og fyrrverandi eiginkona Elon Musk, og Thomas Brodie-Sangster, barnastjarna sem er þekktastur fyrir leik sinn í Love Actually, eru trúlofuð.

Hinn 33 ára Brodie-Sangster hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn sem Sam í Love Actually en hefur líka getið sér gott orð í seinni tíð, meðal annars fyrir leik sinn í Game of Thrones. Hin 37 ára Riley er minna þekkt en hefur þó leikið í myndum á borð við Pride and Prejudice og The Boat That Rocked.

Þau eru bæði ensk og kynntust þau við tökur á sjónvarpsþáttunum Pistol árið 2021. Í júlí í fyrra greindi parið frá því að þau væru að rugla saman reitum. Á þriðjudaginn ákvað Brodie-Sangster að fara á skeljarnar og hefur Riley greinilega svarað játandi.

Riley greindi frá fréttunum á Twitter.

Það yrði þó ekki í fyrsta skiptið sem Riley giftir sig en hún er tvífráskilin frá auðjöfrinum Elon Musk. Þau höfðu kynnst árið 2008, giftu sig tveimur árum síðar en skildu 2012. 

Ári síðar ákváðu þau að gifta sig aftur og í viðtali við 60 Minutes árið 2014 sögðust þau hafa sættst og að þau byggju saman með fimm börnum Musk úr fyrra sambandi. Það entist þó ekki lengi, Musk sótti um skilnað sama ár en hætti svo við. Á endanum skildu þau formlega árið 2016.

Hér má sjá frægustu senu Brodie-Sanger sem Sam í Love Actually:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×