Sport

Dagskráin í dag: Golf og Besta deild karla og kvenna

Árni Jóhannsson skrifar
Valur fer til Vestmannaeyja í dag
Valur fer til Vestmannaeyja í dag KSÍ

Það er nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport í dag. Fótboltinn í Bestu deildum karla og kvenna er fyrirferðarmikill en Golfið fær sitt pláss líka. Öll 14. umferðin verður leikin í Bestu deild kvenna.

Stöð 2 Sport

Tveir leikir verða sýndir á Stöð 2 Sport í dag en FH tekur á móti Breiðablik í Kaplakrika kl. 13:50 og síðar um daginn eða kl. 16:50 verður sýnt frá leik Selfyssinga og Keflvíkinga.

Stöð 2 Sport BD

ÍBV tekur á móti Valskonum kl. 16:50 á Bestu deildar rásinni.

Stöð 2 Sport BD2

Stjarnan og Tindastóll eigast við í Garðabænum og hefst útsending þaðan kl. 14:50.

Stöð 2 Sport 3

The Senior Open eða Opna breska meistaramót eldri kylfinga fer af stað kl. 13:00 á Stöð 2 Sport 3.

Stöð 2 Sport 4

Bein útsending er frá golfmótinu The Amundi Evian Championship og hefst útsending kl. 6:30.

Stöð 2 Sport 5

Í Bestu deild karla verður nágrannaslagur þegar Breiðablik tekur á móti Stjörnunni kl. 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×