Lífið

Hadid hand­tekin í fríinu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Gigi Hadid á tískusýningu í París síðastliðið haust.
Gigi Hadid á tískusýningu í París síðastliðið haust. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON

Fyrirsætan Gigi Hadid var handtekin ásamt vinkonu sinni þegar þær mættu til Cayman-eyja á dögunum. Vinkonurnar ferðuðust með einkaflugvél og voru með í fórum sínum kannabis og áhöld til að neyta þess. 

Tollverðir fundu lítinn skammt af kannabisi í farangri Hadid og vinkonu hennar, sem heitir Leah McCarthy og er nokkuð vinsæl á samfélagsmiðlum, þegar þær lentu á Cayman-eyjum þann 10. júlí síðastliðinn.

Samkvæmt USA Today voru þær dæmdar fyrir tvö brot tveimur dögum síðar. Annars vegar fyrir að flytja inn fíkniefni og hins vegar fyrir að flytja inn áhöld til að neyta fíkniefna. 

Þær voru báðar sektaðar um þúsund Cayman-eyja dollara, það samsvarar um 156 þúsund í íslenskum krónum. Staðfest hefur verið að þær greiddu báðar fyrir sektina.

„Allt er gott sem endar vel,“ skrifar Hadid við nýjustu færsluna sem hún birtir á Instagram. Í þeirri færslu má til að mynda sjá þær stöllur njóta lífsins á ströndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×