Eldur kviknaði í skúr í Stekkjarbakka Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2023 07:45 Slökkviliðið berst við eldinn sem kviknaði í skúrnum. Aðsent/Viktor Freyr A. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt vegna gamals skúrs sem varð alelda í Stekkjarbakka í Breiðholtinu. Mikill eldsmatur var í skúrnum og tók því rúma þrjá tíma að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði vegna brunans. Þorsteinn Gunnar Gunnarsson, varðstjóri hjá aðgerðastjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, var á leið heim eftir vaktaskipti þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir að slökkviliðið hafi fengið útkall rétt yfir þrjú í nótt um að kviknað væri í skúr í Stekkjarbakka. Starfi slökkviliðsins í Stekkjarbakka lauk upp úr sex.Aðsent/Viktor Freyr A. „Svo þegar fyrsta stöðin kemur á vettvang þá sér hún að þetta er mikill eldur þannig hún kallar eftir aðstoð. Þetta hús var fullt af drasli og erfitt að eiga við það. Mikill eldsmatur í þessu þannig það tók töluverðan tíma að slökkva í þessu,“ sagði Þorsteinn. „En það var engin hætta á ferðum gagnvart öðrum húsum eða gróðri eða svoleiðis þannig þeir tóku sér bara tíma í þetta,“ sagði hann. Þá var enginn inni í skúrnum þegar kviknaði í honum. Kalla þurfti út slökkviliðsbíla af þremur stöðvum vegna brunans.Aðsent/Viktor Freyr A. Ekki vitað hvað olli eldinum Slökkvistarf tók töluverðan tíma, að sögn Þorsteins lauk því ekki fyrr en upp úr sex í morgun. Ástæðan var að skúrinn var fullur af dóti og erfitt að komast að honum. Þorsteinn veit þó ekki hvað olli brunanum. „Við vitum ekkert af hverju kviknaði í þarna. Það hefur ekki komið í ljós,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mikill eldsmatur sem olli því að það varð alelda strax og erfitt að slökkva í þessu.“ Skúrinn var fullur af drasli sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.Aðsent/Viktor Freyr A. Þrátt fyrir að um lítinn skúr væri að ræða voru slökkviliðsbílar af þremur stöðvum kallaðir út. Þorsteinn segir mikla handavinnu hafa verið við útkallið. „Þetta endaði með því að við fengum þrjár stöðvar, Tunguháls, Skógarhlíð og Hafnarfjörð. Okkur vantaði hendur til þess að rífa veggi niður. Þetta var svona handavinna,“ sagði Þorsteinn að lokum. Mikill reykur stígur upp úr brunarústunum.Aðsent/Viktor Freyr A. Lögreglan var auðvitað mætt á vettvang líka en þar að auki komu forvitnir borgarar til að fylgjast með störfum slökkviliðsins.Aðsent/Viktor Freyr A. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Þorsteinn Gunnar Gunnarsson, varðstjóri hjá aðgerðastjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, var á leið heim eftir vaktaskipti þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir að slökkviliðið hafi fengið útkall rétt yfir þrjú í nótt um að kviknað væri í skúr í Stekkjarbakka. Starfi slökkviliðsins í Stekkjarbakka lauk upp úr sex.Aðsent/Viktor Freyr A. „Svo þegar fyrsta stöðin kemur á vettvang þá sér hún að þetta er mikill eldur þannig hún kallar eftir aðstoð. Þetta hús var fullt af drasli og erfitt að eiga við það. Mikill eldsmatur í þessu þannig það tók töluverðan tíma að slökkva í þessu,“ sagði Þorsteinn. „En það var engin hætta á ferðum gagnvart öðrum húsum eða gróðri eða svoleiðis þannig þeir tóku sér bara tíma í þetta,“ sagði hann. Þá var enginn inni í skúrnum þegar kviknaði í honum. Kalla þurfti út slökkviliðsbíla af þremur stöðvum vegna brunans.Aðsent/Viktor Freyr A. Ekki vitað hvað olli eldinum Slökkvistarf tók töluverðan tíma, að sögn Þorsteins lauk því ekki fyrr en upp úr sex í morgun. Ástæðan var að skúrinn var fullur af dóti og erfitt að komast að honum. Þorsteinn veit þó ekki hvað olli brunanum. „Við vitum ekkert af hverju kviknaði í þarna. Það hefur ekki komið í ljós,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mikill eldsmatur sem olli því að það varð alelda strax og erfitt að slökkva í þessu.“ Skúrinn var fullur af drasli sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.Aðsent/Viktor Freyr A. Þrátt fyrir að um lítinn skúr væri að ræða voru slökkviliðsbílar af þremur stöðvum kallaðir út. Þorsteinn segir mikla handavinnu hafa verið við útkallið. „Þetta endaði með því að við fengum þrjár stöðvar, Tunguháls, Skógarhlíð og Hafnarfjörð. Okkur vantaði hendur til þess að rífa veggi niður. Þetta var svona handavinna,“ sagði Þorsteinn að lokum. Mikill reykur stígur upp úr brunarústunum.Aðsent/Viktor Freyr A. Lögreglan var auðvitað mætt á vettvang líka en þar að auki komu forvitnir borgarar til að fylgjast með störfum slökkviliðsins.Aðsent/Viktor Freyr A.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira