Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 18:05 Aðgerðum er stjórnað úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. Útkallið barst rétt um klukkan 18.30 og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt nær öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Enn á eftir að staðsetja flugvélina og nær leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt. Lögreglan á Austurlandi tekur einnig þátt í aðgerðum og þá hafa viðbragðaðilar komið saman í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Þetta herma upplýsingar frá Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Við vitum í sjálfu sér mjög lítið á þessu stigi enn þá, það er verið að leita fyrir austan og búið að boða út nánast allar björgunarsveitir á Austurlandi, og þær eru bara á leið á vettvang,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Leitarsvæðið sé enn nokkuð óljóst en neyðarboðin komi einhvers staðar upp á Öxi og þar vestur af. Landhelgisgæslan fer með stjórn aðgerða og streymir nú fólk í Samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð. Fylgst verður með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan fréttina. Ef hún birtist ekki er ráðlagt að endurhlaða síðuna. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugvélin fannst á áttunda tímanum.
Útkallið barst rétt um klukkan 18.30 og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt nær öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Enn á eftir að staðsetja flugvélina og nær leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt. Lögreglan á Austurlandi tekur einnig þátt í aðgerðum og þá hafa viðbragðaðilar komið saman í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Þetta herma upplýsingar frá Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Við vitum í sjálfu sér mjög lítið á þessu stigi enn þá, það er verið að leita fyrir austan og búið að boða út nánast allar björgunarsveitir á Austurlandi, og þær eru bara á leið á vettvang,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Leitarsvæðið sé enn nokkuð óljóst en neyðarboðin komi einhvers staðar upp á Öxi og þar vestur af. Landhelgisgæslan fer með stjórn aðgerða og streymir nú fólk í Samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð. Fylgst verður með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan fréttina. Ef hún birtist ekki er ráðlagt að endurhlaða síðuna. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugvélin fannst á áttunda tímanum.
Flugslys við Sauðahnjúka Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira