Einu umsækjendurnir um embætti dómara við Landsrétt metnir jafnhæfir Eiður Þór Árnason skrifar 4. júlí 2023 20:31 Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari og Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari. Vísir Dómnefnd telur að Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari séu bæði mjög vel hæf til að gegna embætti dómara við Landsrétt og ekki verði gert á milli milli hæfni þeirra tveggja. Sama dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu að Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara og Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari fylgi þar á eftir. Einungis tvö sóttu um stöðu við Landsrétt Þann 12. maí síðastliðinn auglýsti dómsmálaráðuneytið tvö embætti héraðsdómara laus til umsóknar. Báðir dómarar munu hafa fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. september næstkomandi en annar þeirra er einungis settur í embætti á meðan leyfi skipaðs héraðsdómara stendur. Þann 26. maí síðastliðinn auglýsti ráðuneytið svo laust til umsóknar eitt embætti dómara við Landsrétt til skipunar frá og með 21. ágúst næstkomandi. Einungis tvær umsóknir bárust og raðaði dómnefnd þeim líkt og áður segir. Tilkynnt er um niðurstöðuna á vef Stjórnarráðsins. Ekki jöfn á öllum sviðum Ef litið er til þess að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmanns- og málflutningsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hafi jafn mikið vægi er það álit dómnefndar að báðir umsækjendur um stöðu við Landsrétt hafi öðlast þá lögfræðilegu þekkingu, sem gera verði kröfu um að landsréttardómari hafi til að bera. Séu umræddir matsþættir virtir í heild er það útkoma nefndarinnar að Kjartan Bjarni standi framar Ásgerði, en ekki sé verulegur munur á milli þeirra þegar borin er saman hæfni í þeim hluta mats. Á sama tíma er það mat dómnefndar að Ásgerður hafi með dómsúrlausnum sínum, sem teknar voru til skoðunar, sýnt meiri færni en Kjartan Bjarni til að semja dóma. Á hinn bóginn sé ekki afgerandi munur á hæfni þeirra að þessu leyti. Að þessu framansögðu er það niðurstaða dómnefndar að báðir umsækjendur séu mjög vel hæfir til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Telur nefndin að ekki séu efni til að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja að því leyti. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson. Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sama dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu að Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara og Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari fylgi þar á eftir. Einungis tvö sóttu um stöðu við Landsrétt Þann 12. maí síðastliðinn auglýsti dómsmálaráðuneytið tvö embætti héraðsdómara laus til umsóknar. Báðir dómarar munu hafa fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. september næstkomandi en annar þeirra er einungis settur í embætti á meðan leyfi skipaðs héraðsdómara stendur. Þann 26. maí síðastliðinn auglýsti ráðuneytið svo laust til umsóknar eitt embætti dómara við Landsrétt til skipunar frá og með 21. ágúst næstkomandi. Einungis tvær umsóknir bárust og raðaði dómnefnd þeim líkt og áður segir. Tilkynnt er um niðurstöðuna á vef Stjórnarráðsins. Ekki jöfn á öllum sviðum Ef litið er til þess að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmanns- og málflutningsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hafi jafn mikið vægi er það álit dómnefndar að báðir umsækjendur um stöðu við Landsrétt hafi öðlast þá lögfræðilegu þekkingu, sem gera verði kröfu um að landsréttardómari hafi til að bera. Séu umræddir matsþættir virtir í heild er það útkoma nefndarinnar að Kjartan Bjarni standi framar Ásgerði, en ekki sé verulegur munur á milli þeirra þegar borin er saman hæfni í þeim hluta mats. Á sama tíma er það mat dómnefndar að Ásgerður hafi með dómsúrlausnum sínum, sem teknar voru til skoðunar, sýnt meiri færni en Kjartan Bjarni til að semja dóma. Á hinn bóginn sé ekki afgerandi munur á hæfni þeirra að þessu leyti. Að þessu framansögðu er það niðurstaða dómnefndar að báðir umsækjendur séu mjög vel hæfir til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Telur nefndin að ekki séu efni til að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja að því leyti. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.
Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent