Innlent

Fram­kvæmdum í Selja­hverfi verði lokið um mitt næsta ár

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Verktaki hefur sótt um flýtimeðferð hjá borginni til að minnka hauginn sem fyrst.
Verktaki hefur sótt um flýtimeðferð hjá borginni til að minnka hauginn sem fyrst. Vísir/Vilhelm

Grjót­haugur í Selja­hverfi ætti að minnka á næstu vikum. Verk­taki hefur lagt inn um­sókn um flýti­með­ferð hjá byggingar­full­trúa til þess að geta hafið jarð­vegs­skipti sem fyrst. Þá verður í­búum boðinn glugga­þvottur að verki loknu en búist er við að fram­kvæmdum ljúki um mitt næsta ár.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Evu Berg­þóru Guð­bergs­dóttur, sam­skipta­stjóra Reykja­víkur­borgar, til Vísis. Í­búar eru ó­sáttir við hauginn, sem er gríðar­lega stór og hefur safnast upp á horni Álfa­bakka og Ár­skóga vegna fram­kvæmda við nýja verslun Garð­heima og hjóla­stíga. Þeir hafa kvartað tölu­verðu sand­foki vegna hans.

„Búist er við að fram­kvæmdum við byggingu um 14 þúsund fer­metra þjónustu og verslunar­hús­næðis á lóðunum Álfa­bakka ljúki um mitt næsta ár,“ segir í svörum borgarinnar. Í­búum verði boðinn glugga­þvottur að verki loknu.

„Haugurinn ætti að minnka á næstu vikum en fram­kvæmdar­aðili hefur lagt inn um­sókn um flýti­með­ferð hjá bygginga­full­trúa til að geta hafið jarð­vegs­skipti sem fyrst.“

Hefði annars þurft að flytja efni frá Bol­öldu

Þá kemur fram í svörum borgarinnar að með því að vinna grjót­hauginn upp úr jörð í grennd við fram­kvæmda­stað sparist hundruð vöru­flutninga­ferða sem hefðu annars farið í gegnum hverfið.

„Ef efnið hefði ekki komið úr nær­liggjandi lóðum hefði þurft að sækja það upp í Bol­öldu að sögn fram­kvæmdar­aðila, en það er um 50 kíló­metra hringur fyrir hvern vöru­bíl en um er að ræða nokkur hundruð vöru­bíls­farma.“

Íbúum verður boðið upp á gluggaþvott að verki loknu.Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×