Innlent

For­setinn heiðraði Hönnu Birnu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir er stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga. 
Hanna Birna Kristjánsdóttir er stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga.  Vísir/Vilhelm

Útflutningsverðlaun forseta Íslands voru veitt í 35. skipti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Fyrirtækið Gangverk hlaut verðlaunin að þessu sinni. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk heiðursviðurkenningu. 

Gangverk er stafræn vöruhönnunarstofa sem á tólf árum frá stofnun hefur náð miklum árangi í samvinnu við fjölmörg stórfyrirtæki eins og CBS fjölmiðlafyrirtækið í Bandaríkjunum og uppboðshús Sotheby's í Lundúnum.

Hanna Birna fékk heiðursviðurkenningu sem veitt er þeim sem borið hafa hróður Íslands víða um heim. En hún er stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga og í forsvari fyrir árlega alþjóðlega ráðstefnu kvenleiðtoga í Hörpu.

Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×