Félagsmenn BSRB samþykktu nýjan kjarasamning Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2023 13:04 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB var að vonum ánægð með niðurstöður atkvæðagreiðslna. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslu um kjarasamning ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í hádeginu í dag. Mikill meirihluti félagsmanna samþykkti samninginn sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Samningurinn var undirritaður af samninganefndum deiluaðila þann 10. júní síðastliðinn en BSRB hafði áður staðið í verkfallsaðgerðum í þrjátíu sveitarfélögum á meðan ekki náðist að semja. Samkvæmt hinum nýja samningi munu mánaðarlaun hækka um að lágmarki 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 krónur. Þá náðist einnig samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 krónum auk þess sem samið var um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. „Niðurstaðan er afgerandi og endurspeglar að félagsfólk er hóflega sátt með þennan samning. Það er óþolandi að það hafi þurft svo umfangsmiklar aðgerðir til að ná fram réttlátum og sanngjörnum kröfum þeirra. Verkföllin skiluðu þó meira en kjarabótum því þau sýndu sveitarfélögunum svart á hvítu hversu ómissandi starfsfólk þeirra er,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB í tilkynningunni. „Með þessum kjarasamningum var tekið skref í rétta átt til að launin endurspegli raunverulegt verðmæti þeirra starfa – en baráttan heldur áfram og við höfum þegar hafið undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga.“ Niðurstöður atkvæðagreiðslna félagsmanna BSRB: Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, 95,92% samþykktuFOSS – stéttarfélag í almannaþjónustu, 90,33% samþykktuKjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, 91,7% samþykktuStarfsmannafélag Garðabæjar: 88,54% samþykktuStarfsmannafélag Suðurnesja, 94,16% samþykktuStarfsmannafélag Vestmannaeyja, 95,1% samþykktuStarfsmannafélag Mosfellsbæjar, 90,83% samþykktuStarfsmannafélag Kópavogs, 92% samþykktuStarfsmannafélag Húsavíkur, 93,33% samþykktuStarfsmannafélag Hafnafjarðar, 91,02% samþykktuSameyki stéttarfélag í almannaþjónustu (Seltjarnarnes og Akranes), 87,96% samþykktu Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu við Glym Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Samningurinn var undirritaður af samninganefndum deiluaðila þann 10. júní síðastliðinn en BSRB hafði áður staðið í verkfallsaðgerðum í þrjátíu sveitarfélögum á meðan ekki náðist að semja. Samkvæmt hinum nýja samningi munu mánaðarlaun hækka um að lágmarki 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 krónur. Þá náðist einnig samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 krónum auk þess sem samið var um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. „Niðurstaðan er afgerandi og endurspeglar að félagsfólk er hóflega sátt með þennan samning. Það er óþolandi að það hafi þurft svo umfangsmiklar aðgerðir til að ná fram réttlátum og sanngjörnum kröfum þeirra. Verkföllin skiluðu þó meira en kjarabótum því þau sýndu sveitarfélögunum svart á hvítu hversu ómissandi starfsfólk þeirra er,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB í tilkynningunni. „Með þessum kjarasamningum var tekið skref í rétta átt til að launin endurspegli raunverulegt verðmæti þeirra starfa – en baráttan heldur áfram og við höfum þegar hafið undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga.“ Niðurstöður atkvæðagreiðslna félagsmanna BSRB: Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, 95,92% samþykktuFOSS – stéttarfélag í almannaþjónustu, 90,33% samþykktuKjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, 91,7% samþykktuStarfsmannafélag Garðabæjar: 88,54% samþykktuStarfsmannafélag Suðurnesja, 94,16% samþykktuStarfsmannafélag Vestmannaeyja, 95,1% samþykktuStarfsmannafélag Mosfellsbæjar, 90,83% samþykktuStarfsmannafélag Kópavogs, 92% samþykktuStarfsmannafélag Húsavíkur, 93,33% samþykktuStarfsmannafélag Hafnafjarðar, 91,02% samþykktuSameyki stéttarfélag í almannaþjónustu (Seltjarnarnes og Akranes), 87,96% samþykktu
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu við Glym Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent