Innlent

For­setinn býður heim á sunnu­daginn

Atli Ísleifsson skrifar
Opið hús var á Bessastöðum sumarið 2022.
Opið hús var á Bessastöðum sumarið 2022. Skrifstofa forseta Íslands

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi milli klukkan 13 og 16 á sunnudaginn. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun þar taka á móti gestum og gefst þeim færi á að skoða Bessastaði. 

Frá þessu segir í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. 

Þar segir að Bessastaðastofa hafi verið byggð á 18. öld og eigi sér merka sögu. 

„Í húsinu má sjá sýnishorn gjafa, sem forseta hafa borist, og fornleifar í kjallara veita innsýn í búsetu á Bessastöðum allt frá landnámstíð. Auk Bessastaðastofu munu gestir geta skoðað móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins. Þá mun fyrsti forsetabíllinn, Packard bifreið Sveins Björnssonar, standa í hlaði en bifreiðin er árgerð 1942.

Starfsmenn embættis forseta og aðstoðarmenn veita upplýsingar um staðinn og verða gestum til aðstoðar,“ segir í tilkyningunni. 


Tengdar fréttir

Telur sig eiga stærsta buffsafnið á Ís­landi

Guðni Th. Jóhannes­son for­seti Ís­lands segist eiga stærsta buffsafn Ís­lands, svo mörg hefur hann fengið í gjöf síðast­liðin ár. For­setinn mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun í til­efni af þjóð­há­tíðar­dag­skrá sem verður á Bessa­stöðum á morgun þann 17. júní. Hlusta má á við­talið neðar í fréttinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×