Lífið

Úr­slita­þáttur Köku­kasts: Allt í köku þegar úr­slitin réðust

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Stefanía og Karen stóðu í ströngu í lokaþættinum.
Stefanía og Karen stóðu í ströngu í lokaþættinum. Vísir

Úrslitin ráðast í æsispennandi einvígi í lokaþætti fyrstu þáttaraðarinnar af Kökukasti. Allt fer í köku og sykurpúðum rignir yfir keppendur sem reyna hvað þau geta til að skreyta flottustu kökuna á mettíma. Pressan hefur aldrei verið meiri en í þessum lokaslag.

Sjöundi og síðasti þáttur af Kökukasti er kominn í loftið. Um er að ræða fjölskylduþætti í umsjón bræðranna Gústa B og Árna Beinteins. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi og á Stöð 2+ á mánudögum.

Kökukast er kökuskreytingakeppni þar sem fjölskyldur keppast um að skreyta flottustu kökuna. Tveir eru saman í liði, einn fullorðinn og eitt barn. Þeir bræður dæma svo kökurnar með sérstakri aðstoð kökusérfræðingsins Evu Laufeyjar. Það lið sem dettur út endar svo með köku í andlitinu.

Feðgarnir Hugi og Auðunn Sölvi fengu engan frið frá birninum gula.Vísir

Allt í köku í úrslitunum

Kökur hafa fengið að fljúga undanfarnar vikur og annað eins hefur varla sést í íslensku sjónvarpi. Bræðurnir Árni Beinteinn og Gústi B senda sykurpúðaregn yfir keppendur sem reyna hvað þau geta að skreyta flottustu kökuna á mettíma.

Það er seyðingur í landsmönnum og pressan hefur aldrei verið meiri en í þessum loka kökuskreytingaslag. Ekki missa af lokabardaganum og úrslitakastinu!

Skörungarnir af skaganum, Stefanía og Karen, mæta galvaskar til leiks í gulum keppnisgöllum í stíl og þær frænkur mæta kappsömu feðgunum Auðunni Sölva og Huga Halldórs í þætti sem á sér engin fordæmi. Keppendur eru bókstaflega teknir í bakaríið og allt fær að fljúga.

Þáttinn í heild má horfa á hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Við erum að tapa geðheilsunni“

Óhætt er að segja að það að keppa Kökukasti er enginn dans á rósum. Þetta vita frænkurnar Stefanía Rakel og Karen Gréta sem upplifðu mikið stress í undanúrslitum í nýjasta þætti Kökukasts. „Við erum að tapa geðheilsunni,“ segir Karen, móðursystir Stefaníu.

„Ég fór bara í „blackout““

Það ætlaði allt um koll að keyra í myndveri Kökukasts þegar örvænting greip einn keppandann, Tómas Jóhannsson. „Ég fór bara í „blackout“. Ég var að fríka út og sem betur fer stoppaði hún mig. Ég bara sá stjörnur og eitthvað,“ segir Tómas.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.