Lífið

Mjólkurhristingar Kelis fönguðu hjarta Bill Murray

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hin 43 ára Kelis og hinn 72 ára Bill Murray eru farin að slá sér upp. Það er spurning hvort þau hafi fengið sér mjólkurhristing saman.
Hin 43 ára Kelis og hinn 72 ára Bill Murray eru farin að slá sér upp. Það er spurning hvort þau hafi fengið sér mjólkurhristing saman. Getty/Samsett/Grafík

Leikarinn Bill Murray og söngkonan Kelis, best þekkt fyrir söng sinn um mjólkurhristinga, eru byrjuð að slá sér upp.

Það er töluverður aldursmunur á parinu, Bill Murray er 72 ára en Kelis er 43 ára, eða rétt tæplega þrjátíu ár.

Nýlega sást til Murray á tónleikum Kelis á the Mighty Hoopla hátíðinni í Lundúnum. Baksviðs náðust síðan myndir af parinu í góðum gír.

Samkvæmt heimildarmönnum slúðurmiðla Vestanhafs kynntist parið nýverið í Bandaríkjunum og kviknuðu þá neistar milli þeirra.

Þau deila þeirri hræðilegu lífsreynslu að hafa misst maka. Eiginmaður Kelis, ljósmyndarinn Mike Mora, lést aðeins 37 ára gamall í fyrra eftir marga mánaða baráttu við magakrabbamein. Þá lést hin 54 ára Jennifer Butler, búningahönnuður og eiginkona Murray til 25 ára, skyndilega árið 2021.


Tengdar fréttir

Bill Murray sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað

Bill Murray hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað kvikmyndarinnar Being Mortal og hefur framleiðsla hennar verið stöðvuð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík hegðun er borin upp á leikarann.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.