Bill Murray í átökum við ljósmyndara Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 20:34 Vísir/Getty Leikarinn og grínistinn Bill Murray lenti í átökum við ljósmyndara á veitingastað í Martha‘s Vineyard á miðvikudaginn. Ljósmyndarinn Peter Simon, sem er 71 árs gamall, segist hafa verið á veitingastaðnum til að taka myndir af hljómsveit sem var að spila þar, fyrir héraðsblað. Simon segir Murray hafa ráðist á sig og sakað sig um að taka myndir af sér. Murray sagði lögregluþjónum að Simon hefði áreitt sig og tekið myndir af sér. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar, sem Boston Globe kom höndum yfir, var Murray verulega reiður. Simon sagði á móti að hann hefði ekki tekið eina mynd af Murray. Hann væri ekki svokallaður „Paparazzi“ heldur hefði hann verið þarna til að taka myndir af hljómsveitinni og staðfesti ritstjóri blaðsins það við Boston Globe.Simon segist hafa verið á dansgólfinu að taka myndir af hljómsveitinni og þaðan hafi hann farið í útskot til að skoða myndirnar. Hann segir Murray hafa gripið í sig að aftan og ýtt sér harkalega á vegg. Þá hafi Murray litið út fyrir að ætla að kyrkja Simon. Hann segist ekki hafa áttað sig á því að um Murray væri að ræða fyrr en nokkru seinna. Þá segir Simon að eftir atvikið hefði Murray helt vatni yfir sig og myndavélina sem hann var með. Katherine Domitrovich, eigandi veitingastaðarins, segir Simon ekki hafa haft leyfi til að taka myndir þar inni og að hann hefði verið „pirrandi“. Simon segir það vera rangt. Meðlimir hljómsveitarinnar hefðu boðið honum að taka myndir. Domitrovich segir þó að Simon sé hér eftir óvelkominn á veitingastaðnum. Hann segist vera að velta fyrir sér að kæra Murray. Í minnsta falli hefur hann farið fram á afsökunarbeiðni frá bæði Murray og Domitrovich. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
Leikarinn og grínistinn Bill Murray lenti í átökum við ljósmyndara á veitingastað í Martha‘s Vineyard á miðvikudaginn. Ljósmyndarinn Peter Simon, sem er 71 árs gamall, segist hafa verið á veitingastaðnum til að taka myndir af hljómsveit sem var að spila þar, fyrir héraðsblað. Simon segir Murray hafa ráðist á sig og sakað sig um að taka myndir af sér. Murray sagði lögregluþjónum að Simon hefði áreitt sig og tekið myndir af sér. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar, sem Boston Globe kom höndum yfir, var Murray verulega reiður. Simon sagði á móti að hann hefði ekki tekið eina mynd af Murray. Hann væri ekki svokallaður „Paparazzi“ heldur hefði hann verið þarna til að taka myndir af hljómsveitinni og staðfesti ritstjóri blaðsins það við Boston Globe.Simon segist hafa verið á dansgólfinu að taka myndir af hljómsveitinni og þaðan hafi hann farið í útskot til að skoða myndirnar. Hann segir Murray hafa gripið í sig að aftan og ýtt sér harkalega á vegg. Þá hafi Murray litið út fyrir að ætla að kyrkja Simon. Hann segist ekki hafa áttað sig á því að um Murray væri að ræða fyrr en nokkru seinna. Þá segir Simon að eftir atvikið hefði Murray helt vatni yfir sig og myndavélina sem hann var með. Katherine Domitrovich, eigandi veitingastaðarins, segir Simon ekki hafa haft leyfi til að taka myndir þar inni og að hann hefði verið „pirrandi“. Simon segir það vera rangt. Meðlimir hljómsveitarinnar hefðu boðið honum að taka myndir. Domitrovich segir þó að Simon sé hér eftir óvelkominn á veitingastaðnum. Hann segist vera að velta fyrir sér að kæra Murray. Í minnsta falli hefur hann farið fram á afsökunarbeiðni frá bæði Murray og Domitrovich.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira