Lífið

Bein útsending: Hlaupa allt upp í 161 kílómetra á Hengilssvæðinu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hlaupið fer fram í Hveragerði og verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Hlaupið fer fram í Hveragerði og verður í beinni útsendingu hér á Vísi.

Salomon Hengill Ultra utanvegahlaupið fer fram í Hveragerði í dag og á morgun, 9. og 10. júní. Sérfræðingar Vísis stýra maraþonútsendingu frá keppninni, sem má sjá hér að neðan.

Rúmlega 800 þátttakendur eru skráðir til leiks en ennþá er opið fyrir skráningar í styttri vegalengdir hlaupsins. Boðið er upp á sex mismundandi vegalengdir frá 5 km og upp í 161 km og hægt er að hlaupa þrjár vegalengdir annars vegar að degi til eða að kvöldi til. Salomon Hengill Ultra er stærsti utanvega hlaupaviðburður ársins og verður hlaupið í beinni útsendingu á Vísi í ár.

Útsendingin hefst um leið og ræst er í lengstu vegalengdina sem er 100 mílur eða 161 kílómetri. Það hlaup er ræst föstudagsmorguninn 9. júní kl 8:00 og hefst útsendingin kl 07:00. Síðan verður gert hlé frá kl 9:00 til klukkan 17:00 en þá verður ræst í 106 kílómetra hlaupið og svo í framhaldi eru miðnætur útgáfur af 53 km, 26 km og 10 km hlaupunum ræst.

Fylgst verður með sterkustu hlaupurunum koma í mark koll af kolli fram eftir degi.


Tengdar fréttir

Hengill Ultra verður í beinni á Vísi

Salomon Hengill Ultra utanvegahlaupið fer fram í Hveragerði dagana 9. og 10. júní. Sérfræðingar Vísis stýra maraþonútsendingu frá keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×