Lífið

Ástin blómstraði hjá Kristínu og Signýju í Róm

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kristín Eysteinsdóttir kynnir til leiks söngleik um Bubba Morthens árið 2019. Hálfu fjórða ári síðar hafa hundrað þúsund gestir sótt sýninguna í Borgarleikhúsinu.
Kristín Eysteinsdóttir kynnir til leiks söngleik um Bubba Morthens árið 2019. Hálfu fjórða ári síðar hafa hundrað þúsund gestir sótt sýninguna í Borgarleikhúsinu. Vísir/Vilhelm

Kristín Eysteinsdóttir rektor Listaháskóla Íslands og Signý Scheving aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum eru nýtt par. Parið glæsilega skellti sér í rómantíska ferð til Rómar á dögunum.

„Dásemdar Rómarferð með konu lífs míns,“ segir Signý og birtir fallegar myndir frá ferðalaginu á Facebook. Þar má sjá hjarta í kaffibolla, glæsilega drykki og fallegar myndir af parinu í háloftunum og með sólgleraugu í ítölsku höfuðborginni, yfir sig ástfangnar.

Eins og sjá má naut parið vel í Róm.@signyscheving

Kristín var gift Katrínu Oddsdóttur lögfræðingi í sextán ár en þau skildu á síðasta ári. Þær eiga saman tvö börn. Kristín tók við starfi rektors Listaháskólans í apríl.

„Full þakklætis held ég af stað í þetta ferðalag. Ég trúi því einlæglega að listir og skapandi hugsun gegni lykilhlutverki í viðfangsefnum framtíðarinnar. Við Listaháskóla Íslands mótast framtíðin og það eru því forréttindi að fá að leiða þessa mikilvægu mennta- og menningarstofnun næstu árin. Ég hlakka mikið til að starfa með nemendum skólans og þeim öfluga hópi sem þar starfar,“ sagði Kristín sem var þar á undan Borgarleikhússtjóri.

Signý virðist mikill ferðalangur því hún er farin aftur til móts við sólina í stelpuferð til Tenerife.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.