„Stundum betri, stundum verri“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2023 18:00 Hjónin Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Vísir/Sylvía Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. „Það var skelfilegt eiginlega, svo ég segi það eftir á,“ segir Egill í viðtalinu um greininguna sem reyndist honum mikið sjokk. Þó segist hann þakklátur fyrir að hafa ekki veikst fyrr. „Ég hefði ekki viljað vera 20 árum yngri í miðjum career og allt það,“ segir hann. Síðasta haust sagði Egill frá því á facebook að hann hafði greinst með Parkinson sjúkdóminn. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem 600-800 Íslendingar glíma við. Egill ræðir störf sín með Stuðmönnum og fimmtíu ára langan feril hljómsveitarinnar. Hann segir sérkennilega tilfinningu hafa sprottið þegar fyrsta plata Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi, sló í gegn sumarið 1975. Hann segir Stuðmennina vænstu drengi en fyrirferðarmikla. „Hljómsveitir eru eins og hjónabönd, það er svona hífa og slaka og þeir sem eru skynsamir þeir slaka meira,“ segir hann. Egill segir leiklistina hafa átt vel við sig. Þegar hann hafði vakið athygli með Stuðmönnum og Þursaflokknum var skortur á leikurum á hans aldri á Íslandi. „Þannig að ég fór inn í kvikmyndavorið, íslenska.“ „Ég hef svona verið að reyna að lifa með þessu,“ segir Egill um Parkinson sjúkdóminn. Hann bindur vonir við nýjar rannsóknir á mögulegum lækningum við sjúkdómnum. „Ég trúi því að þeir muni finna eitthvað fljótlega, vonandi.“ Hann segist þakklátur fyrir að geta talað og haldið augunum opnum. „Ég er stundum betri, stundum verri.“ Tónlist Tengdar fréttir Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31. október 2022 11:48 Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. 2. júní 2021 17:55 Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær. 16. febrúar 2020 19:04 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Það var skelfilegt eiginlega, svo ég segi það eftir á,“ segir Egill í viðtalinu um greininguna sem reyndist honum mikið sjokk. Þó segist hann þakklátur fyrir að hafa ekki veikst fyrr. „Ég hefði ekki viljað vera 20 árum yngri í miðjum career og allt það,“ segir hann. Síðasta haust sagði Egill frá því á facebook að hann hafði greinst með Parkinson sjúkdóminn. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem 600-800 Íslendingar glíma við. Egill ræðir störf sín með Stuðmönnum og fimmtíu ára langan feril hljómsveitarinnar. Hann segir sérkennilega tilfinningu hafa sprottið þegar fyrsta plata Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi, sló í gegn sumarið 1975. Hann segir Stuðmennina vænstu drengi en fyrirferðarmikla. „Hljómsveitir eru eins og hjónabönd, það er svona hífa og slaka og þeir sem eru skynsamir þeir slaka meira,“ segir hann. Egill segir leiklistina hafa átt vel við sig. Þegar hann hafði vakið athygli með Stuðmönnum og Þursaflokknum var skortur á leikurum á hans aldri á Íslandi. „Þannig að ég fór inn í kvikmyndavorið, íslenska.“ „Ég hef svona verið að reyna að lifa með þessu,“ segir Egill um Parkinson sjúkdóminn. Hann bindur vonir við nýjar rannsóknir á mögulegum lækningum við sjúkdómnum. „Ég trúi því að þeir muni finna eitthvað fljótlega, vonandi.“ Hann segist þakklátur fyrir að geta talað og haldið augunum opnum. „Ég er stundum betri, stundum verri.“
Tónlist Tengdar fréttir Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31. október 2022 11:48 Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. 2. júní 2021 17:55 Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær. 16. febrúar 2020 19:04 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31. október 2022 11:48
Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. 2. júní 2021 17:55
Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær. 16. febrúar 2020 19:04