Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir.

Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Eitthvað hefur þó miðað í viðræðum undanfarna daga og báðir deiluaðilar sammála um að allt verði gert til að koma í veg fyrir allsherjarverkfall á mánudag.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er þá rætt við forstöðumann Reykjadals vegna nýrrar skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Fötluð stúlka, sem var gestur í Reykjadal síðasta sumar greindi frá því á heimferðardegi að þroskaskertur starfsmaður sumarbúðanna hefði brotið á henni. Forstöðumaðurinn segir að búið sé að uppfæra verkferla til að koma í veg fyrir slík mál í framtíðinni.

Þá er rætt við menningarmálaráðherra sem hyggst stofna starfshóp til að útfæra breytingar á auglýsingamálum Ríkisútvarpsins með það að markmiði að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla.

Og við kíkjum á Selfoss þar sem fjórði grunnskóli Árborgar var formlega vígður. Þegar hefur verið hafist handa við að byggja við skólann vegna mikillar fjölgunar barna í sveitarfélaginu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×