Emmsjé Gauti frumflutti þjóðhátíðarlagið 2023 Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2023 21:50 Emmsjé Gauti er flytjandi þjóðhátíðarlagsins í ár. visir „Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór. Lagið var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun við góðar undirtektir. Lagið hefst þegar 8:09 er búið af myndbandinu: Emmsjé Gauta þarf vart að kynna en hann hefur í um áratug verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Lagið samdi hann ásamt Þormóði Eiríkssyni, sem er maðurinn á bakvið marga hittara undanfarin misseri og hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Aron Can, Birni, Friðrik Dór og Herra Hnetusmjör. Jón Jónsson kom einnig að gerð lagsins. „Vá hvað við erum búnir að vinna að þessu lengi,“ segir Þormóður um ferlið að baki laginu. „Við tókum tvö session í viku í nokkrar vikur. Gerðum sennilega tuttugu demó og enduðum á fyrsta demó.“ Fóru til Eyja og gáfu kórunum bjór „Við ætluðum fyrst bara að gera ógeðslega kúl lag, ekkert um þessa eyju í laginu,“ segir Emmsjé Gauti og hlær. „Ætluðum að fara framhjá öllu en svo hlustuðum á katalóginn og veltum fyrir okkur hvað geri lag að þjóðhátíðarlagi, settum okkur í einhverjar aðstæður sem maður er ekki í „at the moment““. Í anda þjóðhátíðar er kassagítar í stóru hlutverki í laginu. Upphaflega reyndist þeim erfitt að komast í rétta gírinn fyrir lagið en heimsókn til Vestmannaeyja gerði mikið fyrir þá félaga. „Þar tókum við upp tvo kóra, karla- og kvennakóra Vestmannaeyja. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli.“ Til þess að fanga stemniguna í brekkunni færðu þeir kórnum bjór. Gauti var með skýr skilaboð til hlustenda áður en lagið var spilað í Brennslunni: „Hlustið á þetta þrisvar áður en setjið út á þetta. Ég sé hvað þið gerið á hverju einasta ári.“ Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar FM957 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Lagið var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun við góðar undirtektir. Lagið hefst þegar 8:09 er búið af myndbandinu: Emmsjé Gauta þarf vart að kynna en hann hefur í um áratug verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Lagið samdi hann ásamt Þormóði Eiríkssyni, sem er maðurinn á bakvið marga hittara undanfarin misseri og hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Aron Can, Birni, Friðrik Dór og Herra Hnetusmjör. Jón Jónsson kom einnig að gerð lagsins. „Vá hvað við erum búnir að vinna að þessu lengi,“ segir Þormóður um ferlið að baki laginu. „Við tókum tvö session í viku í nokkrar vikur. Gerðum sennilega tuttugu demó og enduðum á fyrsta demó.“ Fóru til Eyja og gáfu kórunum bjór „Við ætluðum fyrst bara að gera ógeðslega kúl lag, ekkert um þessa eyju í laginu,“ segir Emmsjé Gauti og hlær. „Ætluðum að fara framhjá öllu en svo hlustuðum á katalóginn og veltum fyrir okkur hvað geri lag að þjóðhátíðarlagi, settum okkur í einhverjar aðstæður sem maður er ekki í „at the moment““. Í anda þjóðhátíðar er kassagítar í stóru hlutverki í laginu. Upphaflega reyndist þeim erfitt að komast í rétta gírinn fyrir lagið en heimsókn til Vestmannaeyja gerði mikið fyrir þá félaga. „Þar tókum við upp tvo kóra, karla- og kvennakóra Vestmannaeyja. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli.“ Til þess að fanga stemniguna í brekkunni færðu þeir kórnum bjór. Gauti var með skýr skilaboð til hlustenda áður en lagið var spilað í Brennslunni: „Hlustið á þetta þrisvar áður en setjið út á þetta. Ég sé hvað þið gerið á hverju einasta ári.“
Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar FM957 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“