Ísland hlaut alls 44 stig í atkvæðagreiðslunni á seinna undanúrslitakvöldinu, hafnaði í ellefta sæti og var þar með einu sæti frá því að tryggja sér í úrslitin.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu undanúrslitakvöldanna var gerð opinber skömmu eftir að úrslitakvöldinu lauk.
Sjá má að Dani gáfu framlagi Íslands tólf stig og San Marínó-menn sjö stig. Georgíumenn gáfu Íslendingum sex stig, Ástralír fimm stig, Slóvenar og „restin af heiminum“ þrjú stig, Eistar og Lettar tvö stig og Albanir, Bretar, Austurríkismenn og Belgar eitt stig.
Dómnefndir höfðu ekkert að segja á undanúrslitakvöldunum og réð kosning í síma og appi öllu.
Nokkuð munaði á íslenska framlaginu sem hafnaði í ellefta sætinu og því eistneska sem hafnaði í tíunda og tryggðu sér þar með sæti í úrslitunum. Eins og áður sagði var Ísland með 44 stig, en Eistar 74.