Lífið

Kennslu­mynd­band í að finna G-blettinn vand­fundna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Konur geta framkallað svokallað saflát við örvun G-blettsins.
Konur geta framkallað svokallað saflát við örvun G-blettsins. Getty

Fullnæging kvenna í gegnum leggöng getur reynst mörgum erfið og er talið að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu á þann veg, án annarrar örvunar líkt og á sníp eða með kynlífstækjum.

Í umfjöllun bandaríska miðilsins Health line segir algengast að konur fái fullnægingu við örvun snípsins. Hins vegar má auka líkur á leggangafullnægingu við örvun á G-blettinum sem staðsettur er í leggöngunum og getur veitt unaðslega og djúpa fullnægingu.

Bletturinn er ekki alltaf auðfundinn og engar tvær píkur eru eins. Til þess að finna g-blettinn er best að prófa sig áfram með sjálfsskoðun og sjálfsfróun. Svæðið í kringum G-blettinn er fullt af taugaendum og hluti af stærra svæði sem tengist snípnum.

Við örvunina og fullnægingu getur G-bletturinn framkallað svokallað saflát (e. Squirt), sem líkja má við sáðlát. Tilfinningin þegar fullnægingin nálgast er eins og að vera mál að pissa og ýtir undir líkur á fá leggangafullnægingu.

Saflát er vökvi sem er sambland af efni úr þvaginu, þvagsýru og kreatíni, og losnar úr kirtlum sem eru staðsettir við þvagrásina.

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá leiðarvísi að því að finna svæði G-blettsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×