Sport

Sól­ey tryggði sér Evrópu­meistara­titilinn í Dan­mörku

Aron Guðmundsson skrifar
Sóley efst á verðlaunapalli eftir keppni dagsins
Sóley efst á verðlaunapalli eftir keppni dagsins Mynd: Kraftlyftingasamband Íslands

Ís­lenska kraft­lyftinga­konan Sól­ey Margrét Jóns­dóttir tryggði sé í dag Evrópu­meistara­titl í +84 kílóa flokki í búnaði en keppt var í Thisted í Dan­mörku.

Sól­ey átti gríðar­­lega góðan dag á Evrópu­­mótinu í kraft­­lyftingum í búnaði í Thisted í Dan­­mörku en hún lauk keppni áðan.

„Skemmst er frá því að segja að hún sigraði í +84 kg flokki með yfir­­burðum og tryggði sér þar með Evrópu­­meistara­­titil! Sól­ey er 22 ára gömul og á eftir eitt ár í ung­linga­­flokki í við­bót en keppti hér í flokki full­orðinna,“ segir í frétta­til­kynningu frá Kraft­lyftinga­sam­bandi Ís­lands.

Sól­ey lyfti 270 kg í hné­beygju og voru allar lyftur gildar hjá henni þar.

Í bekk­pressu fóru 182,5 kg upp í annarri til­­raun. Í þriðju til­­raun reyndi hún við 190 kg en fékk þá lyftu dæmda ó­­­gilda þrátt fyrir að hún færi alla leið upp með tvö rauð ljós gegn einu hvítu.

Í rétt­­stöðu­­lyftu lyfti hún 207,5 kg og voru allar lyftur gildar hjá henni þar. Sam­tals 660 kg, en næsti keppandi lyfti 622,5 kg. Sól­ey hlaut gull í hné­beygju og bekk­pressu og silfur í rétt­­stöðu.

„Öll fram­­ganga Sól­eyjar í keppninni í dag ein­­kenndist af öryggi og yfir­­vegun. Við óskum Sól­eyju inni­­lega til hamingju með frá­bært af­rek og verð­skuldaðan titil! Hún er í­­þróttinni og landinu til sóma!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×