Lífið

Starfs­menn CCP fögnuðu tuttugu árum af EVE

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það var líf og fjör hjá starfsmönnum CCP í Grósku í gær.
Það var líf og fjör hjá starfsmönnum CCP í Grósku í gær. CCP

EVE Online fagnar 20 ára afmæli í dag en af því tilefni var boðað til veislu í höfuðstöðvum CCP í Grósku í Vatnsmýri í seinni partinn gær þar sem fyrrverandi og núverandi starfsmenn komu saman til að fagna þessum tímamótunum.

Á sama tíma var tilkynnt um stækkun á minnismerkinu Heimur innan heima (e. Worlds within Worlds) eftir Sigurð Guðmundsson sem stendur við Reykjavíkurhöfn og var reist árið 2014 í tilefni af tíu ára afmæli EVE Online. Þar eru grafin nöfn allra þeirra sem spilað hafa leikinn og undir því er tímahvelfing sem inniheldur fartölvu með myndbandsskilaboðum, skjölum og myndefni úr leiknum. Stefnt er að því að opna hvelfinguna þann 6. maí árið 2039.

Á tuttugu árum hefur EVE Online orðið að einum stærsta tölvuleik heimsins. Leikurinn þrjú heimsmet, meðal annars fyrir stærsta einstaka bardaga tölvuleikjasögunnar (8.825 þáttakendur), kostnaðarsamasta bardaga tölvuleikjasögunnar (53 milljónir króna).

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá veislunni. 

CCP
CCP
CCP
CCP
CCP
CCP
CCP
CCP
CCP
CCP
CCP
CCP
CCP





Fleiri fréttir

Sjá meira


×